Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 49
MELTEKJA Á HERJÓLFSSTÖÐUM f ÁLFTAVERI 49 lagðir pokar eða léleg brekán. Til svefns lögðust menn í öllum föt- um og breiddu yfir sig brekán. Matur kom tilbúinn að heiman og var fluttur eftir þörfum, en kaffi var hitað á útihlóðum og kvnt undir með spýtum. Kaffivatnið var sótt suður í gljá. Melskurður. Melur var skorinn með melsigða. Hver maður hafði sinn ákveðna sigða, sem hann þekkti, þó hann væri ekki merktur sérstaklega. Milli melskurðartíma voru sigðarnir venjulega geymdir uppi í rjáfri í smiðjunni. Sigðablaðið var áður fyrr einjárnungur með ljálagi og þjói, blaðið um 12X3 sm, oddmyndað. Sigðinn var festur með járnhólki á beint tréskaft um 70 sm að lengd. Á þjóenda sigðans var hak, sem gekk inn í skaftið til stöðvunar líkt og á gömlu íslenzku sláttuljáunum. Á seinni árum var farið að smíða sigða úr slitnum Ólafsdalsljáum. Aldrei var byrjað að skera seinna en kl. 6 að morgni, ef gott var veður, og unnið fram til kvölds meðan vinnuljóst var. Nauðsyn var að hafa vinnudag sem lengstan í þurru veðri. Afleitt þótti að þurfa að skera í rigningu, því þá varð melurinn svo þungur í flutningi og erfiðara með alla verkun hans heima fyrir. Inniteppudagar voru því ekki ótíðir við melskurðinn. Melafólkið var á öllum aldri, konur og karlar og unglingar niður í 11—12 ára aldur. Verkið við að skera nefndist aó skera á. Afköst við það voru að vonum misjöfn og fóru eftir handflýti hvers og eins. Ekki var miðað við ákveðin dagsafköst einstaklings í melskurði. Melurinn var skorinn niður við sandinn, því þar var stöngin föst fyrir og beit bezt á hana, en bit fór fljótt úr sigðanum og þurfti all- oft að brýna. Eitt brýni var til þeirra nota hjá hverjum hópi, sem saman vann. Við skurðinn var gripið í senn um nokkrar stangir með vinstri hendi neðan við öxin og látið snúast á stangirnar um leið til þjöppunar. Haldið var áfram óslitið, þar til höndin rúmaði ekki fleiri stangir. Nefndist það magn hnefi. Næsti hnefi var víxl- lagður ofan á þann fyrsta, niður í sandinn. Fjórir hnefar mynduðu eina hönd. Fjórar til fimm hendur voru lagðar í einn part. Þetta fór eftir þroska melsins, og oft voru fjórar og hálf hönd í parti. Unglingar voru látnir bera saman í partana. Bundið var um melparta með melstöngum. Verkið nefndist að benda mel eða að benda parta. Vafningurinn nefndist bendi. Mel- stangir í bendi voru valdar sérstaklega með því að ganga innan um melinn, áður en byrjað var að skera. Þar voru rifnar upp með rót sverustu og stærstu stangirnar, sem nefndust þá bendismelur. Sam- 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.