Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 60
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Deig var borið heitt til matar. Gerð var hola í það í askinum eða skálinni og smérmoli settur í holuna. Borðað var með hnífi. Þegar gerðar voru soðkökur, var mjölið bleytt í vatni og hnoðað og soðkökur síðan gerðar úr deiginu. Vanalega var drukkin flóuð mjólk á morgnana. Soðkökurnar voru látnar ofan í flóningarpott- inn rétt um það bil, sem suðan var komin upp. Soðkökurnar voru gefnar til matar með mjólkinni. Melkorn var talsvert notað til gjafa. Frá Herjólfsstöðum var sent melkorn á sum heimili upp í Tungu, og Elín Jónsdóttir á Herjólfs- stöðum, móðir Hannesar, sendi vinkonum sínum út í Mýrdal mel- korn að gjöf, þegar menn fóru með færur sínar í útver. Venjulegar umbúðir um melkorn í þeim flutningi voru eltiskinnsskjóður. Ekki þekktist á þessum tíma að nota melkorn til skepnufóðurs. Melstöng. ,,Allt er hey í harðindum“ segir gamalt máltæki, og var melstöngin þar sízt undanskilin. Til hennar var gripið, er að kreppti með fóður. Var hún þá höggvin niður í smábúta með skógaröxi. Hey- tugga var gefin með henni. Melstöng ázt vel, þegar hún var höggvin, og fénaður tók vonum betur góðum þrifum af henni. Melur var afar mikið notaður í húsþök undir torf. Á útihús var lagt um eins kvartels þykkt lag af mel. Stöngin var ekki bundin í knippi heldur var henni dreift lausri í þekjuna. Á reft hús var stöngin lögð í tvöföldu lagi. 1 innra laginu var lagt þvert á raftinn. 1 ytra laginu, sem var jafnþykkt, var stöngin lögð upp og niður. Á súðir á baðstofuhúsum var melurinn lagður upp og niður. I neðstu röð, sem lögð var, vísaði axið upp. Stélið á næstu röð var skarað yfir axið á neðstu röðinni og þannig koll af kolli upp á mæni. Melur var lagður langsum á samskeytin á mæninum. Tyrft var nokkurn veginn jafnóðum og stöngin var lögð. Melþök á baðstofum og bæjarhúsum voru mun þykkari en á úti- húsum, en þó fór þykktin jafnan mikið eftir því, hve mikið var fyrir hendi af melstöng. Melur á baðstofunni á Herjólfsstöðum var aldrei þynnri en um hálf alin, en algengust þykkt var sú, að vart mun meira en þverhönd hafa skort á, að hann næði meðalmanni í oln- bogabót. Sjálfsagt var að tvítyrfa baðstofuhús, og ósjaldan var þrítyrft. Verkið við að setja mel í þak og tyrfa nefndist einu nafni a'ö þekja hús. Frost náði ekki inn úr melþökum, og þau láku lítt eða ekki. Hús þakin mel þóttu afar hlý. Melstöng entist lengi í þökum. Þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.