Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 61
MELTEKJA Á HERJÓLFSSTÖÐUM í ÁLFTAVERI
61
skipt var um mel í þaki, var það, sem nýtilegt var af gamla meln-
um, lagt utan á þann nýja til að verja hann fúa.
Aldrei var mel brennt nema við kyndingu á sofni.
Beitiland í melum. Sauðfé sótti mjög til beitar í melana og dafn-
aði þar vel. Sandveður í melum að vori var mjög hættulegt sauðfé.
Ull þess gat þá orðið svo sandborin, að það varð með öllu ósjálf-
bjarga. Menn vitjuðu sauðfjár, er sandveður höfðu farið um mel-
ana og hristu sandinn úr ullinni ef þörf krafði. Á haustin var þessi
hætta yfirleitt ekki fyrir hendi. Féð gekk þá í melunum allt fram
á vetur og hélt þar góðum holdum.
Niðurlag. Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir meltekju á
Herjólfsstöðum í tíð Hannesar Hjai’tarsonar. Hannes er fæddur 12.
janúar 1882 og man vel til allra vinnubragða við mel allt frá um
1890. Sneitt hefur hér verið hjá lýsingum á notum melróta (busku
og sumtags) og vísast um það efni m. a. til prentaðra ritgerða höf-
undar og Hannesar Hjartarsonar, sem hér var vísað til í inngangi.
Hannes man eftir heimfluttum 35 hestburðum af mel til æskuheim-
ilis hans á Herjólfsstöðum, en hann telur, að einstaka sinnum kunni
magnið að hafa verið nokkru meira. Hannes byrjaði búskap 1915.
Komið var þá að lokum meltekju í búskap bænda í Álftaveri. Síð-
asta sofninn til heimanota verkaði Hannes um 1920 og gerði hon-
um einn öll skil, tróð og drifti án aðstoðar. Meltekja, aldagömul bú-
grein Herjólfsstaðabænda, var liðin undir lok.