Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 63
BAÐSTOFAN OG BÖÐ AÐ FORNU 63 ligt i 1100—1200-tallet, at man brugte det til tidsbestemmelse. Damp- b(ad) var almindeligt, men lige sá almindeligt var det at tage kar- b(ad)“5. Gísli Gestsson segir að gera verði ráð fyrir að baðstofur hafi verið algengar á Islandi „og máske á flestum bæjum“. „Það krefst skýr- ingar, að ekki skuli hafa fundizt baðstofa á neinum íslenzkum forn- bæ. Vera má, að á þeim bæjum, sem upp hafa verið grafnir, hafi baðstofur verið byggðar sérstæðar, svo sem grænlenzka baðstofan var, og því hafi rústir þeirra ekki fundizt. Á móti því mælir samt, að á Sturlungaöld, þegar baðstofur virðast hafa verið víða á bæj- um, er svo að sjá, að þær hafi oftast verið sambyggðar öðrum bæj- arhúsum. Önnur skýring er sú, að á þessum bæjum hafi engin bað- stofa verið til. Allir þeir fornbæir, sem upp hafa verið grafnir, eru frá 10. og 11. öld, en hvergi á norðurlöndum er mér kunnugt um, að fundizt hafi svo gömul baðstofa, og ekki eru til öruggar heimildir um baðstofu fyrr en á 12. öld.“ Hér á hann við frásögnina í Sverris- sögu en getur þess til eins og fleiri að þar sé um almennings- en ekki heimilisbaðstofur að ræða. Og Gísli heldur áfram: „Má vera, að baðstofugerð hafi ekki borizt til íslands fyrr en á 12. öld, en þó svo snemma, að höfundar Islendingasagna muni ekki þessa siðbreyt- ingu og álíti baðstofur jafnsjálfsagðar á sögualdarbæjum sem á þeim bæjum, sem þeir ólust sjálfir upp í“. . . . „Ekki er ljóst, hve- nær hætt var að nota baðstofur til gufubaða, en í Sturlungu eru mörg dæmi þess, að menn sváfu í baðstofum. Er svo að sjá, að sú notkun hafi farið í vöxt er tímar liðu, og þegar hætt var að hita þar bað, gátu menn flutt þangað sængur sínar, en löngu fyrr mátti sitja þar við vinnu á daginn, enda er talað um glugga á íslenzkri baðstofu á 13. öld, svo að þar hefur verið sæmilega bjart“6. I. Talve vitnar í licentiatritgerð Magnúsar Gíslasonar „att citat ur sagor, som tidigare forskare anvánt, lika vál kunna avse en upp- vármd stuga (vármestuga) som en badstuga (för bad). „Badstugan skulle i sá fall ursprungligen ha varit en stuga med eldstad, och várme som i en badstuga (baöhiti), alltsá en vármestuga. Den blev dá arvtagare och stállföretrádare för sá vál skáli som stofa och blev sá smáningom gárdens enda uppvármda bostadshus““7. Arnheiður Sigurðardóttir segir: „Baðstofur eru nefndar í öllum landsfjórðungum í aðalsamtíðarheimild íslenzkri um 13. öld eða Sturlungu. Orðið baö og orðasamböndin ganga til baðs og ganga frá baði eru það algeng í Sturlungu, að ekki verður betur séð en baðstofu- böð hafi tíðkazt um land allt á 13. öld. Þótt Sturlunga greini einkum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.