Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 72
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Tæpast sýnir bann kirkjunnar við baði „menigmands forkærlig- hed for bad“. Baðið eða þvotturinn var nauðsyn. Það hefur verið alvarleg refsing trúuðum manni að varna honum sálarbaðs eða sál- arhreinsunar. Ef farið er svo langt aftur sem til fornþjóðanna við Miðjarðarhaf þá hafa böð þeirra og baðstofnanir vísast aldrei verið annað en trúar- og heilsubótarstöðvar að svo miklu leyti sem að baði og tilheyrandi olíusmurningu laut. En það var aðeins einn þátt- ur rómversku baðstofnananna (thermae). Þar voru líka bókasöfn, fyrirlestrasalir, veitingasalir, verzlun, íþróttaleikvangar o. s. frv. Kirkjan fann þefinn af nautn í böðunum og það var syndsamlegt. Hún lagðist gegn þeim og þeir sem voru frómastir þvoðu sér aldrei. Þessi afstaða hefur þó verið bundin við einstaka helga menn og kirkju- deildir. Trúar- og heilsubótarböð af öllu tagi tíðkuðust um alla Evr- ópu, komust meira að segja til Norðurlanda. Um „fællesbadning" á Norðurlöndum segir I. Talve að engar upplýsingar séu til um sam- eiginlegt bað kynjanna í almenningsbaðstofum í Svíþjóð13. Og dæmi frá Noregi sem hefur verið lagt út á þann veg skeri alls ekki úr um þetta atriði. Einnig hafa reyfaraskrif miðaldahöfunda um Finn- land verið talin vafasöm. Venjan var að kynin voru aðskilin þó í sömu baðstofunni væru. Samt er talið að drykkjuskapur og ólifnað- ur hafi orðið baðstofunum sem slíkum að falli á Norðurlöndum. Eins og annars staðar veittu þessar almenningsstofnanir ýmislegt fleira en böð. Þar fengu menn læknismeðferð við ýmsum kvillum, húð- sjúkdómum, gigt o. fl. Mönnum var tekið blóð og þeir fengu koppa, nudd o. fl. „till fördrifvande af skabb (som kommer af kölden) och kláda under huden“ (segir Olaus Magnus 1555)14. Þarna voru veit- ingar fram reiddar og menn gátu setið að tafli15. Heimildir geta um þessar stofnanir og þurfti sérstakt leyfi til rekstursins. Ymsir hafa talið að um slíkar stofnanir sé að ræða í Sverrissögu og verður það vart í efa dregið: „Birkibeinar váru í baðstofum margir ok allir óbúnir við“ (61. kap.). Af frásögninni má ráða að einnig Birkibeinar gera ráð fyrir óvinum sínum í baðstofum daglega en ekki fyrr en eitthvað er liðið dags: „En konungr vildi, at þeir biði enn, þar til er flest liðið væri í baðstofum" (64. kap.). Þeir hafa haft annað að sýsla en sitja í baði öllum stundum. Ég geri ráð fyrir að hermenn á lausum kili hafi í þann tíð ver- ið líkir sams konar þrælum nútímans, þ. e. langflestir stundað á það öllu öðru fremur að hafa upp á kvenfólki og áfengum drykkj- um. A. m. k. er sagt að þróunin hafi orðið sú að baðstofurnar urðu vændishús og þar af leiðandi kynsjúkdómabæli. 1 daglegu tali á Itaiíu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.