Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 97
BRJÓSTLÍKAN THORVALDSENS AF JÓNI EIRÍKSSYNI 97 að hann komst af stað í desember og kom ekki til Rómar fyrr en í apríl 1818. Thorvaldsen hefur þá sennilega fengið bréfið og hring- inn, en sýnilega liátið undir höfuð leggjast að svara. Að minnsta kosti skrifar Ólafur honum annað bréf, dagsett á Kóngsbergi 7. nóvember 1819, og bað áðurnefndan Bjarna Þorsteinsson, þann sama sem fékk brjóstmyndina senda 1825 og þá var amtmaður á Islandi, að afhenda Thorvaldsen það meðan hann dvaldist í Kaupmannahöfn 1819—20. Efni bréfsins er í aðalatriðum endurtekning á hinu fyrra, en ítarlegra. Hann getur þess að hann hafi sjálfur leitað kunnings- skapar við Thorvaldsen og föður hans, þegar hann kom til Dan- merkur 1^94, og hann lýkur bréfinu með því að harma að teikning- in sem Thorvaldsen gerði af honum á sínum tíma, hafi horfið 1804, þegar hann kom aftur til Kaupmannahafnar. Þannig höfum við orð Ólafs Ólafssonar sjálfs fyrir því, að hann leitaði á fund Thorvaldsens 1794. Nærri liggur að halda að tilefnið hafi einmitt verið minningarblað hans um Jón Eiríksson. Hvaðan fékk hann fyrirmynd að andlitsmynd Jóns, ef ekki frá Thorvaldsen? Einfaldast hefði verið, að Thorvaldsen hefði beinlínis teiknað fyrir- mynd að eirstungunni, eins og hann hefur gert í öðrum tilvikum. En um það vitum við ekki. Þá hefði maður líka einnig búizt við að sjá nafn Thorvaldsens á eirstungunni. En hvort heldur sem Thor- valdsen hefur verið Ólafi innan handar með að teikna fyrirmynd- ina eða ekki, hljótum við að ætla, að brjóstmyndin eða glötuð lág- mynd hafi verið frumgerðin sem til grundvallar liggur. Þó að mynd- in á minnismerkinu sé gerð sem upphleypt vangamynd, er ekki þar með sagt að fyrirmyndin hafi verið þannig. Til dæmis teiknaði Thor- valdsen eftir dauða Zoéga fyrirmynd fyrir eirstungu Silvestrini, sem hefur allt eðli myndskjaldar. Það hafa þá verið til að minnsta kosti þrjár myndir af Jóni Ei- ríkssyni. Síðust þeirra er eirstunga Erlings Eckerberg, sem líklega er gerð í tilefni af ævisögu Jóns eftir Svein Pálsson 1828. Þar sem Erling Eckersberg fæddist 1808 væri ekki heldur skynsamlegt að ætla myndina eldri en þetta. Á eintaki Konunglega bókasafnsins af eirstungunni er 1828 bætt við með blýanti fyrir aftan undir- skriftina E. C. W. Eckersberg sc. Næst er eirstunga Ólafs Ólafssonar og Seehusens, gerð 1794. Þriðja myndin er svo brjóstmynd Thor- valdsens. Nú vill svo vel til, eins og áður er nefnt, að andlitið af henni hefur varðveitzt. Árið 1888 áttu það synir Bjarna Þorsteins- sonar, aðjúnkt og seinna rektor Steingrímur Thorsteinsson og Árni Thorsteinsson landfógeti, sem sýndi hana í Thorvaldsenssafni í ágúst 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.