Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 116
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Og marga fagra meður viðarhríslu
það metum landið bezta hér í sýslu,
á öllum voðavetrum
þar víst ei þrýtur jörð,
því sjaldan ná að næða
þar norðanveðrin hörð.
Runuhlíð
rauð þar móti stendur,
munarfríð
meður skógarlendur
munarfríð.
Að Hraunþúfu í Hraunþúfugilsbjörgum
mun heldur erfitt veita komast mörgum,
að nái sjóð úr silfri
og sýni fræknleiks hót,
en Hólafernishöfði
þar horfir beint á mót,
tröllslegt gil
tignarlegt má kalla,
tröllslegt gil
tengt við hnjúkaskalla
tröllslegt gil.
2.8. Margeir Jónsson skrifaði merka grein um Hraunþúfuklaustur
i Blöndu IV, 2, 1929, bls. 168—187. Hann kom á staðinn 7. júlí 1928
og athugaði hann og allt umhverfið vandlega. Einnig gerði hann
sér far um að spyrja fróða og staðkunnuga menn um hitt og þetta.
Greinin er tilraun til að gera heildstæða mynd af öllu, sem staðinn
varðar, að svo miklu leyti sem það verður gert án uppgraftar, og
er prýðilega frá því komizt, en einkum er þakkarvert, hve skilmerki-
lega staðnum með umhverfi hans og örnefnum er lýst, svo og hitt,
að heimildarmenn hans hafa sagt honum eitt og annað, sem gíldi
hefur varðandi munnmælin um staðinn. Verður það ekki rakið hér
í þessu yfirliti um heimildir, en vitnað er til þess á viðeigandi stöð-
um hér á eftir, þegar rætt er um einstök atriði staðhátta og munn-
mæla. Grein Margeirs einkennist í senn af glöggu búmannsauga og
fræðimannlegri hugsun, þótt hann freistist ef til vill til að sjá stað-
inn í ögn meiri hillingum en þetta tvennt hefur með góðu samþykki
leyft honum. Margeir hefur þekkt og notað allar framangreindar
heimildir.
2.9. Hallgrímur Jónsson hefur lýst Hraunþúfuklaustri og umhverfi
þess og sögnum um það í Árbók Ferðafélags Islands 1946, bls. 157