Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 117

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 117
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR 117 —159. Þetta er mikið greinargóð lýsing, en bætir engu við Margeir Jónsson, 2.8, nema ef vera skyldi lítið eitt öðru vísi afbrigði af sög- unni um smalann og strokkinn, sbr. 4.9. 2.10. Þormóður Sveinsson á Akureyri er sennilega allra núlifandi manna kunnugastur í Vesturdal, ólst að miklu leyti upp á Þorljóts- stöðum, fæddur 22. sept. 1889. 1 grein sinni um Hofsafrétt í Göng- ur og réttir II, Akureyri 1949, bls. 232 o. áfr., getur hann hvað eftir annað um Hraunþúfuklaustur í sambandi við smölun. Þetta hefur sjálfstætt gildi þegar reynt er að gera sér grein fyrir hlutverki stað- arins fyrr á tíð. Dálítið má einnig finna um þetta efni í bókum Þor- móðar, Minningar úr Goðdölum og misleitir þættir I—II, Akureyri 1967—69. — Sbr. 3.2. 2.11. Loks er þess að geta sem mjög mikilvægrar heimildar um Hraunþúfukiaustur, að Sigurður Þórarinsson fór þangað sumarið 1970, gróf reynslugrafir ofan 1 tóftirnar og sá, að hreyfðir steinar voru þar undir hvíta öskulaginu frá Heklu 1104, sem lætur mjög mikið á sér bera á vestanverðu Norðurlandi. Sjá Morgunblaðið 5. ágúst 1970. Þetta ætti að vera örugg sönnun þess, að rústirnar séu eldri en frá 1104, enda kemur það síður en svo í bága við útlit þeirra nú, sbr. 1.4. 3. Staðhættir og landslag. 3.0. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir staðháttum og lands- lagi í Hraunþúfuklaustri. Það mun láta nærri að vera 10 km fyrir framan Þorljótsstaði, sem nú eru löngu í eyði, en voru lengi fremsti byggði bærinn, en um 15 km framan við Gilja, sem nú eru fremsti byggði bær í Vesturdal. Staðurinn er inni á sjálfu hálendi landsins. Mælt í beinni línu á korti eru nær 78 km frá Sauðárkróki að Hraun- þúfuklaustri, en þaðan og að Hofsjökli aðeins um 20 km. Hraun- þúfuklaustur er í dalkvos allra fremst í Vesturdal, rétt þar fyrir neðan (og vestan) sem saman koma Runukvísl (austar) og Hraun- þúfuá (vestar) og brjótast báðar fram úr hálendisbrúninni í feikn- legum hamragljúfrum, mynda síðan saman Hofsá, sem svo heitir niður allan Vesturdal. Þessi miklu árgljúfur setja tröllaukinn svip á dalbotninn, þar sem rústirnar eru, rétt vestan við ána. Daniel Bruun lýsir staðháttum lítillega, sbr. 2.3, 2.4, 2.5, en betri eru lýs- ingar Hallgríms Jónassonar, 2.9, og þó einkum Margeirs Jónssonar, 2.8, og verður ekki betra gert en taka upp lýsingu hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.