Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 123
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR 123 4.2. 1 aðra röndina mætti svo virðast af frásögn Margeirs Jónsson- ar, að nafnið Klaustur eða „að Klaustrum“ hafi verið notað um dal- verpið allt, en í þrengri merkingu um rústirnar sem þar eru og þá um leið kenndar við Hraunþúfuna. Slíkur skilningur virðist liggja til grundvallar nafnsetningu á herforingjaráðskortinu (blað 64). En það skal játað, að bæði tilgáta Margeirs og mín, sem reyndar eru ekki óskyldar, geta hæglega geigað nokkuð, þótt þær hafi eigi að síður mikið til síns máls. Mér þykir mjög líklegt, að í hinum miklu örnefnaski’ám Þjóðminjasafns Islands séu fleiri örnefni, sem vel geta varpað skýrara ljósi á þetta mál. 1 þeim hef ég ekki leitað, enda átti þetta aldrei að vera tæmandi örnefnarannsókn, og kunn- ugt er mér nú, að forstöðumaður örnefnastofnunar er einmitt sjálf- ur að vinna úr slíkum nöfnum. Verður fróðlegt að sjá hvað þar kemur í ljós. 4.3. Einkennilegt er, að Daniel Bruun hefur sem eitt afbrigði nafn- ið Klausturhólar og mætti virðast af orðalagi, að það væri talið fram eftir jarðabókinni. En þar er það ekki, og enginn annar hefur mér vitanlega tíundað þetta afbrigði. En hvaðan úr ósköpunum hefur það komizt inn í rit Bruuns? í sjálfu sér er nafnið Hólar ekki óeðlilegt þarna. Þar eru einmitt myndarlegir hólar, sem hefðu meira en nægt til slíkrar nafngiftar. Ef þarna hefðu heitið Klausturhólar, gæti skýringin á Klaustur-nafnliðnum verið sú, að eitthvert klaust- ur, líklega helzt Reynistaðarklaustur, hefði átt þarna ítök í fyrnd- inni, sem þó enginn stafur er fyrir. En dæmi eru um að klaustra- eignir hafa fengið klaustur að fyrra lið, eins og alkunnugt er. Og enn fremur: Ef staðurinn hefur heitið Klausturhólar (meðal ann- ars), gæti það haft áhrif á afstöðuna til örnefnisins Hólófernis- höfði, sbr. 4.10. En satt að segja verður helzt að álykta, að nafnið Klausturhólar sé komið þarna inn fyrir einhvern misskilning, því að annars mætti furðu gegna, ef enginn heimildarmaður Margeirs hefði þekkt það og látið þess getið við hann. 4.4. „Klaustur“ í Hraunþúfuklaustri. Athyglisvert er, að elzta heim- ild um Hraunþúfuklaustur, jarðabókin frá 1713, getur engra sagna um, að þar hafi verið klaustur, heldur nefnir aðeins að girðingar og tóftaleifar bendi til, að þar hafi verið stórbýli, 2.0. Það er fyrst séra Jón Steingrímsson, sem segir, að þar hafi átt að vera „eitt klaustur", 2.2. Og síðan allir heimildarmenn eftir hann. Þögn jarða- bókarinnar kynni að benda til þess, að slíkar sögusagnir hafi ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.