Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 126
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ast á latínu, en á Norðurlöndum stundum á þjóðtungunum, eða lág-
þýzku eða hollenzku, enda eru klukkur á Norðurlöndum oft þýzkar
og stundum hollenzkar að uppruna eða verk farsveina í klukkusteyp-
ingu. Eftir áletrunum má oft fara nærri um aldur ldukknanna, því
að sinn siður ríkti í því efni á hverjum tíma. Ein tegundin er sú,
að áletrunin víkur að hlutverki klukkunnar. Slíkt er mjög ákveðin
bending um, að viðkomandi klukka sé frá 15. öld eða fyrri hluta 16.
aldar.
Áletranir svipaðar þeirri sem var á Goðdalaklukkunni eru margar
til. Hér skulu nefnd nokkur dæmi til samanburðar:
1. Signum dono choro, fleo funera, festa decoro (Ég gef kórnum
merki, harma við útfarir, skarta við hátíðir);
2. Defunctos plango, vivos voco, fulgura frango, vox mea vox vitae,
voco vos, ad sacra venite (Eg græt framliðna, kalla lifendur,
slævi eldinguna, rödd mín er rödd lífsins, ég kveð yður til helgra
tíða);
3. Est mea cunctorum vox terror demoniorum (Rödd mín er ógn
allra djöfla);
4. Dicor Maria. Mea vox et vera sophia orthum letificent et noxia
cuncta refrenent (Ég heiti María. Megi rödd mín og sönn speki
gleðja hinn trúaða (?) og burtreka allt illt) ;
5. Vocor Maria, demonum victrix melodia (Ég heiti María, hljóð
mitt er sigrari djöflanna).
Hið elzta þessara dæma er frá 1369 (nr. 1), en öll hin talsvert yngri,
hið yngsta reyndar frá 1508 (nr. 4). Nefna mætti fjölda annarra
dæma, en þetta er meira en nóg til þess að skilja megi, að Goðdala-
klukkan er af þessum flokki. Hún hefur ugglaust verið steypt á 15.
öld. (Um kirkjuklukkur skal vitnað til F. Uldall, Danmarks middel-
alderlige Kirkeklokker, Kbh. 1906, en mörg góð rit eru til um þetta
efni.)
Margvísleg þjóðtrú er víða í löndum tengd kirkj uklukkum, og
þannig er það hér á landi. Það er ekki auðvelt að segja nákvæmlega
til um, hvers vegna 15. aldar kirkjuklukka í Goðdölum fær það orð
á sig að hún hafi fundizt frammi á Klaustri. Engu að síður getur
þar ekki verið um annað að ræða en eitt dæmi af mörgum um ævin-
týralegan uppruna kirkjugripa, sbr. 4.8.
4.8. Kaleikur og kirkjuhurðarhringur. Hvorki Jarðabókin, séra Jón
Steingrímsson né Daniel Bruun nefna neina aðra gripi en klukkuna.
En síðan virðist hún hafa aukið kyn sitt, enda fæst þá hin alkunna