Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 127
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR 127 sagnþrenning. Margeir Jónsson segir í grein sinni, sjá 2.8, bls. 181: „Þegar Sigtryggur Friðfinnsson var 12 eða 13 ára, sá hann sívalan koparhring allmikinn í kirkjuhurðinni í Goðdölum, og fylgdi hon- um sú sögn, að hann hefði fundizt frammi á Klaustrum og verið þar úr gamalli kirkju. Þetta kemur heim við það, sem Hjálmar í Villingadal skrifar mér. Hann segir: „Amma mín, Margrét Árna- dóttir, sagði mér, löngu áður en Æfisaga Jóns prófasts Steingríms- sonar kom út, að hlutirnir, sem fundust, hefðu verið þrír: Kaleikur, klukka og kirkjuhurðarhringur, og mundi jafnvel hringurinn hafa verið í Goðdalakirkjuhurð fram á daga Jóns próf. Hallssonar". Æfisaga séra Jóns Steingrímssonar kom fyrst á prent í Fjall- konunni 1898—1903, og ættu þá munnmæli þessi um kaleikinn og kirkjuhurðarhringinn að vera eitthvað eldri en frásögn Daniels Bruun. Reyndar skiptir það ekki mjög miklu máli. Hér með eru taldar upp heimildir um kirkjugripi fundna í Hraun- þúfuklaustri. Munnmælasögur um kirkjugripi, af sama toga og þessar, eru ákaflega algengar. Það á ekki aðeins við hér á landi, heldur víða um lönd. Fornir kirkjugripir, sem alþýðan vissi ekki hvernig voru til komnir, vöktu ímyndunaraflið til sagnamyndunar (sbr. Hundr- að ár í Þjóðminjasafni, nr. 15). Mjög oft eiga slíkir hlutir að vera fundnir í fornmannahaugum. Dæmi um þetta eru öll næsta keimlík, og þau eru svo mörg og alþekkt, að það væri nærri hjákátlegt að telja þau upp í þessu sambandi. Það er augljóst, að slíkar sögur eru einber þjóðtrúarfyrirbæri og enginn þessara kirkjugripa á sér slík- an uppruna. Kirkjugripirnir í Goðdölum hafa ekki fundizt inni á Hraunþúfuklaustri og verða með engu móti kallaðir til vitnis um eitt eða neitt í sögu þess. Kirkjuklukkan hefur hér engin sérréttindi. 4.9. Ábótinn, smalinn og silfrið. Daniel Bruun (sem taldi, að nunnu- klaustur hefði verið í Hraunþúfuklaustri eftir sögnunum) segir svo frá, sbr. 2.4: „Sagt er, að nunnurnar hafi grafið niður kistil fullan af peningum í Hraunþúfu, sem svo er kölluð, en það er stór klettur efst utan í fjallinu Hraunþúfumúla". Símon Dalaskáld hefur einnig þekkt þessa sögn um silfur uppi á hinni glæfralegu Hraunþúfu, sbr. 2.7. Margeir Jónsson frétti meira af þessu silfurmáli. Hann segir svo, bls. 180: „Ábótinn fór einn góðan veðurdag upp Múlann með fullan kút (neðanmáls: sumir segja kistil) af silfri og hafði smal- ann með sér. Þeir fóru fram á höfðann, og lét ábótinn smalann grafa kútinn (eða kistilinn) þar niður. Að því loknu sneru þeir við aptur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.