Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 128
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sömu leið og þeir komu, og síðan norður fyrir Hraunþúfugil og upp þar á norðurbarminn, þar sem klettarnir eru hæstir og hrikaleg- astir. Ábótinn leiddi þar smalann að brúninni og hratt honum þar fram af, til þess að hann segði eigi til gripa ábótans. Smalinn, segir sagan, að heitið hafi Hólofernis og eftir honum sé höfðinn kallaður Hólofernishöfði, en það heitir hann enn þann dag í dag. Eptir það tók ábótinn sótt og andaðist“. Neðanmáls bætir svo Margeir við: „Einn maður sagðist heyrt hafa, að smalinn hefði verið svikull í hjásetunni, og verið latur að labba með strokkinn á bakinu til að rjóminn strokkaðist, og þess vegna hefði húsbóndi hans hrundið honum fram af klettinum. Slík smalamunnmæli eru víða þekkt“. Já, það má með sanni segja. Þau eru víða þekkt. Þetta er aðeins ein útgáfan af alþekktu sagnefni: Maður felur fé og hefur með sér aðstoðarmann, sem hann svo drepur til þess að enginn sé til frá- sagnar um felustaðinn. Þetta er fornt minni, og nægir að minna á tiltæki Egils Skallagrímssonar er hann fal silfur sitt á gamals aldri og drap þrælana, sem með honum voru. Að sjálfsögðu hefur enginn haldið því fram, að neinn sögulegur kjarni sé í þjóðsögunni um ábótann í Hraunþúfuklaustri, þótt hann sé ekki mikið ótrúlegri en klaustrið sjálft. En ekki má ganga fram hjá sögunni, því að hún sýnir ásamt öðru, hvernig þjóðsögur hafa hrannazt utan um þenn- an stað. 4.10. Hólófemishöfði. Þessi gífurlegi hamrahöfði er eitt af því sem setur hvað hrikalegastan svip á umhverfi Hraunþúfuklausturs, sjá 3.0. Ég skrifa nafnið hér eins og það er nú borið fram og þannig skrifar Hallgrímur Jónasson það, en Margeir ýmist Hólofernis eða Holofernis. En elzta heimild, sem mér er kunn um þetta örnefni, er reyndar kvæði Símonar Dalaskálds, sbr. 2.7, og þar er það ritað (eða prentað) Hólafernishöfði. Margeir segir, að það sé afbökun, en færir engin rök fyrir því. Eins víst er, að Símon og samtíðar- menn hans í Dölunum hafi, að minnsta kosti stundum, kallað höfð- ann Hólafernishöfða. Hið fyrsta, sem þá kemur í hugann er, að hér sé um afbakað ör- nefni að ræða. Hefði það þá byrjað á Hóla- eins og fjöldi annarra íslenzkra örnefna. Nægir hólar eru þarna í námunda, til þess að eftir þeim yrði gefið örnefni, „með óteljandi stórgrýtishólum“ og „strýtumyndaðir hraunhólarnir“, segir Margeir, sbr. 3.1. Og þá kemur í hug nafnið Klausturhólar hjá Daniel Bruun, ef nokkuð er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.