Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 153
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1972 153 hjálparmenn að rannsókninni, en af Þjóðminjasafnsins hálfu vann Þorkell Grímsson safnvörður þar allan tímann. Lokið var að mestu rannsókn á grunninum í Aðalstræti 18, þar sem húsið Uppsalir stóð, og einnig var grafið talsvert í Aðalstræti 14, þar sem vefjarstofa Innréttinganna stóð í eina tíð, en húsið nr. 16 stendur enn og er því ekki hægt að rannsaka þar enn sem komið er. — Á lóð nr. 14 kom aðallega í ljós grunnur vef jarstofunnar, og sáust greinilega brunaleifarnar frá því hún brann 1762. Þá var einnig hafizt handa um rannsókn þar sem stóð húsið nr. 5 við Suðurgötu. Þar komu í ljós ótvíræðar byggingarleifar frá land- námsöld með „landnámslagi" í veggjarleifum og hluta af langeld- stæði, en ekki varð komizt fyrir takmörk hússins. Safnið stóð hins vegar fyrir rannsókn í Álftaveri, en þar hóf Gísli Gestsson safnvörður að rannsaka bæjarrústir, sem að líkindum eru frá miðöldum, og sem standa í svonefndri Kúabót úti á sand- inum, nokkurn spöl fyrir vestan Þykkvabæjarklaustur. Þessar rústir hafa smám saman verið að koma í ljós á síðustu árum og virtust greinilega vera af miðaldabæ, sem eyðzt hefði af völdum Kötluhlaups. Rústirnar voru forvitnilegar og girnilegar til fróð- leiks, og þótt aðstaða sé erfið til rannsóknar og nánast illfært á stað- inn sökum sandbleytu, var samt ráðizt í að grafa upp aðalrústina. Rannsóknin hófst um miðjan júní og stóð til ágústloka. Var lokið við að rannsaka stofu og helming skála, og voru hús þessi sambyggð. Stofan liggur talsvert djúpt og hefur varðveitzt nokkuð af timbur- leifum á gólfinu, bútar af stoðum, setstokkum og öðrum innviðum, og eru sumir þeirra með smíðaummerkjum. Talsvert erfitt verður að ganga þannig frá þessu timbri, að það haldi sér óskemmt til fram- búðar í safninu, en að minnsta kosti verður reynt að verja þá parta, sem merkastir þykja. Dr. Sigurður Þórarinsson og aðrir jarðfræðingar komu nokkrum sinnum á staðinn og rannsökuðu jarðlög í rústunum, en greinilegt er, að sandur hefur borizt í bæinn í sjálfu hlaupinu, þótt hann hafi kannske ekki fyllzt þegar í stað. Ekki hefur þó verið hægt að tíma- setja atburðinn með neinni vissu og enginn hlutur, sem segir ákveð- ið um aldur rústarinnar, hefur fundizt, en allt bendir til, að hún sé frá seinni hluta miðalda. Það er þó aðeins lítill hluti bæjarins, sem rannsakaður hefur verið, en greinilega eru bæjarhúsin stór og auk þess er smáhýsi, kirkja eða skemma, á hlaðinu. Rannsóknin mun því vafalítið taka nokkur sumur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.