Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 162

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 162
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU AÐALFUNDUR 1972 Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags 1972 var haldinn í fornaldarsal Þjóðminjasafnsins hinn 13. desember 1972 og hófst kl. 8,30. Formaður dr. Jón Steffensen setti fundinn og minntist fyrst þeirra félaga sem stjórnin hefur spurt að látizt hafi síðan síðasti aðalfundur var haldinn, þeir eru þessir: Ásgeir Ásgeirsson, fyrrv. forseti íslands, Atli S. Þormar, fulltrúi, Seltjarnarnesi, Finnbogi Pálmason, kennari, Reykjavík, Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, Reykjavík, Helgi Jónasson bóndi og náttúrufræðingur, Gvendarstöðum, Jónas Rafnar, fyrrv. yfirlæknir, Akureyri, Kristinn Kristjánsson, feldskeri, Reykjavik, Kristjana Ólafsson, frú, Reykjavík, Ólafur Þorvaldsson, fræðimaður, Reykjavík, Óskar Þorsteinsson, bókari, Reykjavík, Vilmundur Jónsson, fyrrv. landlæknir, Reykjavík. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn. Formaður gerði grein fyrir tölu félaga en þeir eru nú 761. Hvatti hann fund- armenn til að stuðla að því að nýir félagar bættust í hópinn. Þá gat formaður þess að Árbók félagsins mundi koma út á sama tíma og áður, eða snemma næsta árs. Kvað hann ekki enn sýnt hver prentkostnaður yrði, og taldi hann líklegt að nauðsynlegt yrði að hækka árgjald eitthvað, en óséð væri enn hve mikið það yrði. Benti hann á að verð Árbókarinnar, sem er ár- gjaldið, væri mjög lágt miðað við almennt bókaverð. Þessu næst las féhirðir upp reikninga ársins 1971, undirritaða og endur- skoðaða. Formaður gaf nú orðið frjálst, ef menn vildu vekja máls á einhverju, en svo reyndist ekki. Að þessum fundarstörfum loknum gaf formaður Jóhannesi av Skarði orðið og flutti hann erindi sem hann nefndi „Um færeysku rekuna og notkun hennar við jarðvinnslu". Eins og nafnið bendir til var þetta yfirlitserindi um færeysk vinnubrögð, sem tengd eru rekunni eða hakanum, sem Færeyingar nefna svo.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.