Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 3
PRÓFESSOR JÓN STEFFENSEN
7
mannabein, sem til Þjóðminjasafnsins bárust eða voru fyrir í safninu og
komið höfðu úr jörðu hérlendis, bæði við fornleifarannsóknir eða á annan
hátt við jarðrask. Tók hann sjálfur virkan þátt í fornleifarannsóknum á
þessu sviði, en þar kveður langmest að rannsóknunum í Skálholti á árun-
um 1953-1955, er upp voru grafnir hinir fornu kirkjugrunnar og í ljós komu
grafir og bein biskupa og annars fólks frá ýmsum tímum. Sú rannsókn er
alkunn, enda nýlega komið út um þær mikið ritverk, þar sem Jón gerði
grein fyrir niðurstöðum beinarannsóknanna.
Fyrsta ritgerð Jóns Steffensens af þessu tagi mun vera grein hans, Knogl-
erne fra Skeljastaðir, sem birtist í ritinu Forntida gárdar i Island er fjallaði um
rannsóknirnar 1939, yfirgripsmikil ritgerð þar sem var í fyrsta skipti fjallað
um beinafræði sem fornfræðilegt efni. Má segja, að síðan hafi hver ritsmíð-
in rekið aðra frá hendi Jóns um margvíslegar greinar íslenzkrar mannfræði,
líkamsvöxt, heilsufar og manngerðir, og reyndi hann þar meðal annars að
komast að því, hvaða þjóðum Islendingar væru skyldastir. Síðan tóku við
rannsóknir á ýmsum atriðum í fornritum, fornum lögum og öðrum lieim-
ildum, sem allar beindust að því að varpa ljósi á uppruna þjóðarinnar og
margs konar menningarþætti, einkum þó á fyrstu öldum íslandsbyggðar.
Þótt Jón gegndi alla tíð krefjandi embætti sem hann sinnti með stakri
samvizkusemi sá hann ekki eftir tíma sínum til mannfræðilegra og sagn-
fræðilegra rannsókna. Má segja, að rannsóknir hafi orðið honum bæði
ástríða og köllun. Kom aldrei svo óheillegt beinarusl úr gröf til Þjóðminja-
safnsins, að það væri ekki fært Jóni til rannsóknar, og tók hann öllu slíku
sem miklum feng og rannsakaði af ýtrustu gaumgæfni. Ekki veit ég til þess,
að hann hafi nokkru sinni þegið neina greiðslu fyrir þetta verk sitt, enda
sennilegast aldrei verið boðin, hér birtist aðeins sú nautn vísindamannsins
að fást við áhugasvið sitt og þoka fræðum og vísindum lengra áleiðis, og
var þetta viðhorf reyndar ríkjandi víðar á þessum árum.
Jón Steffensen batzt Þjóðminjasafninu traustum böndum. Voru þeir
Matthías Þórðarson nánir kunningjar og með þeim Kristjáni Eldjárn tókst
vinátta og mikil virðing á báða bóga. Var enda Jón virtur og viðurkenndur
fræðimaður víða um lönd og báru allir mikið traust til hans sem vísinda-
manns. Hann var varfærinn og íhugull, grundaði vandlega niðurstöður
sínar og var gagnrýninn bæði á eigin niðurstöður og annarra.
Hin síðari ár fékk Jón Steffensen stórt viðfangsefni, sem tók hug hans
allan um árabil. Honum var saga læknisfræðinnar afar hugleikin og rann-
sakaði marga þætti hennar af mikilli gaumgæfni. Hinir fyrstu íslenzku
læknar voru honum hugstæðir og kannaði liann og rannsakaði lífsstarf og
lækningar margra þeirra ýtarlega, ekki sízt Bjarna Pálssonar, fyrsta land-
læknisins, og Sveins Pálssonar fjórðungslæknis, tengdasonar hans. Af sjálfu