Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 5
PRÓFESSOR JÓN STEFFENSEN 9 færi hálfníræður öldungur. Hann var snyrtimenni í allri framgöngu og umgengni og heimili þeirra Kristínar konu hans var rómað að fegurð, þar sem saman fór dálæti á fögrum hiutum, smekkvísi og reglusemi. Atti Krist- ín þar vafalaust ekki minni hlut að og báru margir hlutir, einkum handa- vinna hennar, vitni þar um. Kristín, sem fædd var 1905, sama ár og Jón, en lézt 1972, var Seltirningur, dóttir Björns skipstjóra í Mýrarhúsum Ólafs- sonar. Hún var mikil hannyrðakona og batt meðal annars margar bækur í hinu fágætlega fagra bókasafni þeirra Jóns, en hann safnaði markvisst bók- um um læknisfræði, náttúrufræði og sögu. Eignuðust þau hið fullkomnasta bókasafn á þessum sviðum, valið að eintökum og frágangi, einhverja mestu heimilisprýði af því tagi hérlendis, en ekki aðeins prýði og ávöxt söfnunar- ástríðu heldur notkunarsafn, sem Jóni var óþrjótandi heimildanáma við rannsóknir sínar og skrif. Jón varði miklu fé til bókakaupa og vandaðs bókbands og fátt virtist honum skemmtilegra en sýna gestum féséða eða merka bók, er hann hafði dregið að. Þau Kristín og Jón voru barnlaus og í sameiningu ráðstöfuðu þau eigum sínum í þágu vísinda- og fræðistarfa. Þannig gáfu þau bókasafnið til Há- skólabókasafns og fylgdi með hús þeirra hjóna, en andvirði þess, er selt yrði, skyldi ganga til eflingar og umönnunar bókasafnsins. Ýmsum heim- ilismunum ráðstöfuðu þau til Þjóðminjasafns og Nesstofusafns, en aðrar eigur runnu samkvæmt erfðaskrá til Læknafélags Islands, sem verja skyldi andvirði þeirra til uppbyggingar Nesstofusafnsins. Hafa íslenzk söfn og minjavernd líklegast ekki í annan tíma þegið meiri gjöf. Prófessor Jón Steffensen hlaut margar viðurkenningar fyrir rannsóknar- störf sín og fræðimennsku og var félagi ýmissa fræða- og vísindafélaga. Hann hlaut riddarakross fálkaorðunnar 1957 og var kjörinn heiðursdoktor frá læknadeild Háskólans 1971. Hann varð félagi í Vísindafélagi Islendinga 1942 og forseti þess um tíma, sat í stjórnarnefnd ríkisspítalanna og um tíma í byggingarnefnd Háskólans, rannsóknarstofnunarinnar að Keldum, svo og náttúrugripasafnsins, og formaður Hins íslenzka fornleifafélags frá 1961 til 1979. Hann var hvarvetna traustur ráðgjafi og stjórnandi, framkoma hans mótaðist af ígrundun og varfærni. I málfari var hann hægur og dró nokkuð seiminn, en framsetningin virtist ævinlega þrauthugsuð. Hann var oft nokkuð þungur fyrir og óhagganlegur, þegar hann hafði myndað sér ákveðna skoðun og hafði oftlega gaman af að vera ekki algerlega sammála þeim, er hann ræddi við. Sló hann þá stundum á létta strengi og hló við, því að oft var grunnt á kýmni í fari hans. Hann gat oft sýnzt nokkuð íhaldssamur og jafnvel þröngsýnn í viðræðum en örugg réttlætiskennd og réttsýni stjórnaði allri skaphöfn hans og ákvörðunum, ekki sízt á fræða- sviði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.