Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 18
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skotrokk eða hins vegar á spunarokk eða snældu eftir því hvaða efni á að vefa. Svo dæmi séu tekin er í klæði og svonefnt svanabæ spunnið bæði í uppistöðu og fyrirvaf á skotrokk, uppistaðan snúðhörð „sem Eingyrne," en fyrirvafið eins snúðlint og mögulegt er, „ad eins sammannhange."62 I kersu aftur á móti er uppistaðan spunnin á „Snældu eða Rock. En fyrervaf- ed spinnst annaðhvort á Skotrock edur so lint sem mögulegt er á Snældu, sem Eingyrne, en varla á Spunarock, því hann dregur ei so fliött sem þörf giörest, nema ullenn være adur lippt."63 Alls er greint frá meðferð ullar og spuna á bandi í átta mismunandi tegundir efna.64 Síðar í skýrslunni kemur fram að Magnús hefur látið mann sem hann nafngreinir, Guðmund Brandsson,65 smíða skotrokk, og að „ein vinnukona" hafi „allareidu lært adferdina" við að spinna á hann.66 Margt fleira er áhugavert í skýrslu lögmanns varðandi tóskap og vefnað í vefsmiðjunni, en verður ekki tíund- að hér. Skotrokkar íInnréttingunum í Reykjavík Arið 1752 kom klæðaverksmiðjan (klæðavefsmiðjan) til landsins, hluti af Innréttingunum, iðnaðarstofnununum, sem Skúli fógeti Magnússon kom á fót í Reykjavík.67 Var vefjarsmiðjan á Leirá sameinuð verksmiðjunni í Reykjavík 1754.68 Innréttingarnar voru reknar í um það bil hálfa öld,69 og gekk á ýmsu svo sem alkunnugt er. Af skýrslum Þórðar Þóroddssonar (Th. Thoroddi) til stjórnarinnar 1782-1783, en hann hafði verið sendur til Islands 1779 til þess að kanna stofnanir og atvinnugreinar, má sjá að vinnan við ullariðnaðinn „gekk með hinni mestu tregðu og deyfð móts við það sem áður hafði verið."70 Hvað varðar rokka og spuna þá eru í skýrslunni, sem á við árið 1780, aðeins tilgreindir skotrokkar í eigu stofnananna: voru þeir alls 40, en ekki notaðir nema 7-9, og nefndar 7 spunakonur.71 Árið 1794 er sagt að til hafi verið „margir rokkar,"72 en ætla má af fyrrgreindu að þeir og rokkarnir seni voru boðnir upp í júní 1796 ásamt öðrum lausafjármun- um stofnananna73 hafi verið skotrokkar. Árið 1799 var ekki „eptir ordit af verksmidjunum í Reykjavík annat en þófaramylnan ok hún spilt ok óbrúk- ud," 74 en síðustu verksmiðjuhúsin munu hafa verið seld árið 1800.75 „Rdðstöfun um ullarvinnu" 1755 I tengslum við ullarvinnslu Innréttinganna og skotrokkspuna má lesa athyglisverða frásögn frá fyrstu starfsárum þeirra í sjálfsævisögu séra Þor- steins Péturssonar á Staðarbakka (f. 1710, d. 1785).76 Varðar hún „ráðstöfun um ullarvinnu" sem Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum lét út ganga 16. nóvember 1755, en hann var „interessent [hluthafi] í ábata þeirra nýju handverka fyrir sunnan og vildi sem mest fá af spunaverki til vefn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.