Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 20
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hespugarni.84 Þá voru enn árið 1785 útsendir og „skipt til Kaupstadanna á Islandi herum 83 standrokkar ... til gefins útbýtíngar;" fer ekki milli mála að þar var átt við spunarokka, enda voru þeir í raun ætlaðir mönnum sem hvatning til „líns og hör=undankembu spuna,"85 þótt minna hafi orðið úr en vonir stóðu til. I Arnbjörgu, riti um hússtjórn sem séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal tók saman urn 1782, drepur hann stuttlega á „þau verkfæri til ullarvinnu, sem Danir hafa híngað innfært," sem séu svo miklu „betri og greiðlegri" en þau gömlu, meðal annars vefstóla „ístadin fyrir uppistodu vef" og spunarokka „ístadin fyrir snúda og snældur." Síðan ber hann fram þá von að „þetta og fleira gagnlegt, verdi lángtum algengnara, enn híngad til er skéd ... þegar þeir setjast at búrádum, sem nú alast þar upp, sem þeir sjá fyrir sér þá nýrri og betri adferd at læra hana."86 Björn nefnir spunarokka, en ljóst er af orðum hans að hann hefur ekki talið þá í almennri notkun um þetta leyti. Skotrokkar eru hvergi nefndir á nafn meðal verðlauna- og gjafarokka stjórnvalda. En svo sem frá verður sagt hér á eftir varðandi Eyjafjarðar- sýslu, hafa þó fáeinir slíkir borist út til almennings. Auk þeirra er höfundi raunar aðeins kunnugt um einn skotrokk frá þessum tíma, úr uppskrift á sterfbúi staðarprests í Berufirði í Suður-Múlasýslu 1773 þar sem skráður var „Skot Rockr brukannlegur."87 Ekki er vitað hvernig á honum stóð þar. Presturinn í Berufirði, séra Nikulás Magnússon, sem lést 1772, hafði flust til Berufjarðar sunnan af landi 1761.88 Nefna má að 1779 sendi séra Jón Högnason í Múlasýslu utan sýnishorn af þrenns konar klæði sem hann hafði látið vinna í dönskum vefstóli.89 Má ætla, miðað við til dæmis skýrslu Magnúsar Gíslasonar frá 1751,90 að bandið í klæðið hafi verið spunnið á skotrokk. Séra Jón var prestur á Hallormsstað 1766-1779, en fékk þá Hólma í Reyðarfirði; jafnframt var hann þá aðstoðarprófastur og hafði verið frá 1760 91 Fæð skotrokka í heimildum kemur annars vel heim við orð Skúla Magn- ússonar í greinarkafla prentuðum 1784 með útreikningum á verðlagi á garnspuna til ýmiss konar vefnaðar, þar sem hann tekur fram að hann geri „ecki rád fyrir Skotrock hiá almúga" heldur miði við spuna á „Renníng [uppistöðu] á smárocka eda snældu."92 Ef til vill er Skúli þar að vitna í ágrip það um garnspuna sem hann lét prenta í Kaupmannahöfn 1754 og getur um í upphafi kaflans,93 en þar ræddi hann um skotrokkspuna, trú- lega jafnframt öðrum spuna.94 Með orðinu smárokkar á Skúli eflaust við spunarokka. Er helst að sjá af orðum hans að ekki hafi verið lagt svo mjög kapp á að almenningur eignaðist skotrokka, heldur að spunnið væri á spunarokka og notast jafnvel sem fyrr við halasnældu að einhverju leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.