Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 53
JARÐHÝSIÐ í STÓRUBORG 57 menn unnu sitjandi á rúmum sínum í baðstofum á síðari öldum. Auðvelt ætti að vera að halda þokkalegum hita í svo smárri byggingu. Ef til vill var hún höfð svona lítil einmitt til þess. Ovíst er að jarðhýsið hafi verið lengi í notkun, og ekkert sem bendir sérstaklega til þess. Ekki er auðvelt að segja til með vissu um aldur hússins út frá þeim hlutum sem í því fundust. Um kljástein, brýni og hnífsblað þarf ekki að ræða í þessu sambandi. Allt eru þetta hlutir sem litlum breytingum taka á löngum tíma. Snældusnúður úr steini segir eiginlega mest lítið, slíkir voru til allar miðaldir á íslandi, og hafa menn talið að þeir væru eldri en snúðar úr tré.8 Ekki gagnast það þó við tímasetningu jarðhússins í Stóruborg. Glerperlur af þeirri gerð sem lá í fyllingunni eru þekktar alla víkinga- öld,9 og eru til dæmis til slíkar úr íslenskum kumlum. Eftir að búið var að fylla jarðhýsið var reist annað hús á sama stað. Suðurveggur þess húss liggur yfir jarðhýsið. Byggingin var nálægt fjórum metrum á breidd. Um lengd hennar er erfiðara að segja, en hún gæti hafa verið um 27 metrar að lengd, þegar hún var reist fyrst. Síðar var margoft byggt ofan í sömu tóft. í því húsi fannst brot úr kambi, og var það í mold yfir elsta gólfi, og hafði því lent þar eftir að húsinu hafði verið breytt. Kamburinn er af gerð sem virðist einkum algeng á 14. öld,10 og gefur það nokkra vísbendingu um það, hvenær breytingin var gerð. Erfiðara er að segja um byggingar- tíma hússins. Jarðhýsi þau er fundist hafa á íslandi hafa yfirleitt verið tímasett til elstu byggingarskeiða á hverjum stað, og talin frá fyrstu öldum byggðarinnar. Eins og fram hefur komið er erfitt að tímasetja Stóruborgarjarðhýsið með nokkurri vissu, en það er greinilega með allra elstu byggingum á bæjar- hólnum, og kæmu 11. eða 12. öld til greina. Á velflestum þeim stöðum á íslandi, þar sem jarðhýsi hafa fundist, hafa aðrar byggingar verið nærhendis. Jarðhýsin hafa því að öllum líkindum alltaf eða oftast verið nýtt með öðrum húsum. Þá hefur smæð þeirra heldur ekki verið til neins baga. Dreifing á jarðhýsum á Islandi er ekki ljós, enda hafa þau ekki verið könnuð mjög mörg. Að því er séð verður á því sem til er, virðast þau til í flestum landshlutum. Jarðhýsið í Stóruborg mun minnsta hús þeirrar tegundar, sem við þekkj- um á íslandi. Það er fulltrúi húsagerðar sem þekkst hefur víða um lönd og á ýmsum tímum. Þessa tegund húss hafa búendur á Stóruborgarhólnum talið henta sér á fyrstu tíð, en virðast fljótlega yfirgefa hana. Hvaða verk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.