Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 53
JARÐHÝSIÐ í STÓRUBORG
57
menn unnu sitjandi á rúmum sínum í baðstofum á síðari öldum. Auðvelt
ætti að vera að halda þokkalegum hita í svo smárri byggingu. Ef til vill var
hún höfð svona lítil einmitt til þess.
Ovíst er að jarðhýsið hafi verið lengi í notkun, og ekkert sem bendir
sérstaklega til þess.
Ekki er auðvelt að segja til með vissu um aldur hússins út frá þeim
hlutum sem í því fundust. Um kljástein, brýni og hnífsblað þarf ekki að
ræða í þessu sambandi. Allt eru þetta hlutir sem litlum breytingum taka á
löngum tíma.
Snældusnúður úr steini segir eiginlega mest lítið, slíkir voru til allar
miðaldir á íslandi, og hafa menn talið að þeir væru eldri en snúðar úr tré.8
Ekki gagnast það þó við tímasetningu jarðhússins í Stóruborg.
Glerperlur af þeirri gerð sem lá í fyllingunni eru þekktar alla víkinga-
öld,9 og eru til dæmis til slíkar úr íslenskum kumlum.
Eftir að búið var að fylla jarðhýsið var reist annað hús á sama stað.
Suðurveggur þess húss liggur yfir jarðhýsið. Byggingin var nálægt fjórum
metrum á breidd. Um lengd hennar er erfiðara að segja, en hún gæti hafa
verið um 27 metrar að lengd, þegar hún var reist fyrst. Síðar var margoft
byggt ofan í sömu tóft.
í því húsi fannst brot úr kambi, og var það í mold yfir elsta gólfi, og
hafði því lent þar eftir að húsinu hafði verið breytt. Kamburinn er af gerð
sem virðist einkum algeng á 14. öld,10 og gefur það nokkra vísbendingu
um það, hvenær breytingin var gerð. Erfiðara er að segja um byggingar-
tíma hússins.
Jarðhýsi þau er fundist hafa á íslandi hafa yfirleitt verið tímasett til elstu
byggingarskeiða á hverjum stað, og talin frá fyrstu öldum byggðarinnar.
Eins og fram hefur komið er erfitt að tímasetja Stóruborgarjarðhýsið með
nokkurri vissu, en það er greinilega með allra elstu byggingum á bæjar-
hólnum, og kæmu 11. eða 12. öld til greina.
Á velflestum þeim stöðum á íslandi, þar sem jarðhýsi hafa fundist, hafa
aðrar byggingar verið nærhendis. Jarðhýsin hafa því að öllum líkindum
alltaf eða oftast verið nýtt með öðrum húsum. Þá hefur smæð þeirra heldur
ekki verið til neins baga.
Dreifing á jarðhýsum á Islandi er ekki ljós, enda hafa þau ekki verið
könnuð mjög mörg. Að því er séð verður á því sem til er, virðast þau til í
flestum landshlutum.
Jarðhýsið í Stóruborg mun minnsta hús þeirrar tegundar, sem við þekkj-
um á íslandi. Það er fulltrúi húsagerðar sem þekkst hefur víða um lönd og
á ýmsum tímum. Þessa tegund húss hafa búendur á Stóruborgarhólnum
talið henta sér á fyrstu tíð, en virðast fljótlega yfirgefa hana. Hvaða verk