Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Staða C-14 aldursgreininga í íslenskri fornleifafræði er veik um þessar
mundir. Upphaflegar vonir um nákvæma aldursgreiningu hafa brostið og
vantrú og tortryggni tekið við. Geta þær í raun skilað nægilegri nákvæmni
og fært okkur traust tímatal fyrir landnám íslands eða verður að afskrifa
þessa aðferð? Svipaðar efasemdaraddir má heyra frá fornleifafræðingum í
öðrum löndum. Barbara Ottaway, fornleifafræðingur við háskólann í Shef-
field, varpaði fram þeirri spurningu á alþjóðlegri ráðstefnu um aldurs-
greiningar í Þrándheimi 1985 hvort því mikla fé, sem hefði verið varið til
C-14 aldursgreininga, hefði í raun ekki verið kastað á glæ.
Fyrrnefnd grein Vilhjálms Arnar er skrifuð frá sjónarhóli fornleifafræð-
ings. Ég mun hins vegar lýsa hér sjálfri mælitækninni og ræða takmarkanir
hennar og möguleika og fjalla um réttmæti fyrrgreindra efasemda. Loks
mun ég greina frá tillögu um íslenska aldursgreiningastofu sem nýtti bætta
mælitækni til að ná meiri nákvæmni í C-14 aldursgreiningum en nú gerist
almennt.
2. Óvissa almennra C-14 aldursgreininga
Ekki er auðvelt að lesa aldur af leifum úr fornum jarðlögum. í sérhverju
skrefi C-14 aldursgreininga getur skekkja læðst í niðurstöðuna:
1) Erfiðleikarnir koma strax þegar fornleifafræðingurinn velur sýni til
greiningar. Er lífræna efni þess í raun frá því tímaskeiði sem reynt er að
tímasetja. Er það blandað efnum sem valda skekkju?
2) Þegar sýnið kemur til C-14 stofunnar þarf að skilja frá og hreinsa þann
hluta sem best ætti að varðveita réttan aldur: jurtaleifar, viðarkol, bein.
3) Næst þarf að breyta hinu hreinsaða sýni í það efnasamband, sem
mælineminn vinnur með, kolsýru (CO2), benzen eða grafít, allt eftir því
hvaða mæliaðferð er beitt.
4) Þá kemur vandasamasti hlutinn, mæling geislavirkninnar.
5) Að lokum þarf að breyta niðurstöðu mælingarinnar í aldur.
I sérhverju skrefi felst hætta á skekkju. Ég vil fyrst einungis ræða ná-
kvæmni geislamælingarinnar. Hve áreiðanleg er hún, getur verið kerfis-
bundin skekkja í niðurstöðunum þannig að aldur allra sýna frá einstökum
stofum mælist ávallt of hár eða of lágur, og hversu vel má treysta þeim
óvissumörkunum (+), sem eru gefin með aldrinum? Er hægt að vísa á bug
niðurstöðum allmargra C-14 aldursgreininga á íslenskum fornleifum, sem
gefa háan aldur, á grundvelli ónákvæmni mælinganna?
Fyrst á síðustu árurn hafa traustar upplýsingar fengist um nákvæmni
almennra C-14 aldursgreininga. Lengi var samanburður á milli einstakra
stofa látinn nægja. Víðtækar alþjóðlegar samanburðarmælingar til að fá