Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Staða C-14 aldursgreininga í íslenskri fornleifafræði er veik um þessar mundir. Upphaflegar vonir um nákvæma aldursgreiningu hafa brostið og vantrú og tortryggni tekið við. Geta þær í raun skilað nægilegri nákvæmni og fært okkur traust tímatal fyrir landnám íslands eða verður að afskrifa þessa aðferð? Svipaðar efasemdaraddir má heyra frá fornleifafræðingum í öðrum löndum. Barbara Ottaway, fornleifafræðingur við háskólann í Shef- field, varpaði fram þeirri spurningu á alþjóðlegri ráðstefnu um aldurs- greiningar í Þrándheimi 1985 hvort því mikla fé, sem hefði verið varið til C-14 aldursgreininga, hefði í raun ekki verið kastað á glæ. Fyrrnefnd grein Vilhjálms Arnar er skrifuð frá sjónarhóli fornleifafræð- ings. Ég mun hins vegar lýsa hér sjálfri mælitækninni og ræða takmarkanir hennar og möguleika og fjalla um réttmæti fyrrgreindra efasemda. Loks mun ég greina frá tillögu um íslenska aldursgreiningastofu sem nýtti bætta mælitækni til að ná meiri nákvæmni í C-14 aldursgreiningum en nú gerist almennt. 2. Óvissa almennra C-14 aldursgreininga Ekki er auðvelt að lesa aldur af leifum úr fornum jarðlögum. í sérhverju skrefi C-14 aldursgreininga getur skekkja læðst í niðurstöðuna: 1) Erfiðleikarnir koma strax þegar fornleifafræðingurinn velur sýni til greiningar. Er lífræna efni þess í raun frá því tímaskeiði sem reynt er að tímasetja. Er það blandað efnum sem valda skekkju? 2) Þegar sýnið kemur til C-14 stofunnar þarf að skilja frá og hreinsa þann hluta sem best ætti að varðveita réttan aldur: jurtaleifar, viðarkol, bein. 3) Næst þarf að breyta hinu hreinsaða sýni í það efnasamband, sem mælineminn vinnur með, kolsýru (CO2), benzen eða grafít, allt eftir því hvaða mæliaðferð er beitt. 4) Þá kemur vandasamasti hlutinn, mæling geislavirkninnar. 5) Að lokum þarf að breyta niðurstöðu mælingarinnar í aldur. I sérhverju skrefi felst hætta á skekkju. Ég vil fyrst einungis ræða ná- kvæmni geislamælingarinnar. Hve áreiðanleg er hún, getur verið kerfis- bundin skekkja í niðurstöðunum þannig að aldur allra sýna frá einstökum stofum mælist ávallt of hár eða of lágur, og hversu vel má treysta þeim óvissumörkunum (+), sem eru gefin með aldrinum? Er hægt að vísa á bug niðurstöðum allmargra C-14 aldursgreininga á íslenskum fornleifum, sem gefa háan aldur, á grundvelli ónákvæmni mælinganna? Fyrst á síðustu árurn hafa traustar upplýsingar fengist um nákvæmni almennra C-14 aldursgreininga. Lengi var samanburður á milli einstakra stofa látinn nægja. Víðtækar alþjóðlegar samanburðarmælingar til að fá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.