Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þetta veldur oft misskilningi þar sem „Libby-aldurinn" er einungis reikni-
stærð en ekki raunverulegur aldur.
6. Skekkjuvaldar og óvissupættir í C-14 aldursgreiningu
Auk almennra óvissuþátta koma hugsanlega tveir staðbundnir óvissu-
þættir fram við aldursgreiningu á íslenskum sýnum:
1. Óvissa vegna líkindabundinnar dreifingar í talningu.
2. Stöðlunarskekkja, þ.e. samanburður sýnis við viðmiðunarstaðal er
ekki réttur.
3. Sýnið ekki hreinsað nógu vel af framandi efnum.
4. Eiginaldur mælisýnis.
5. Áhrif úthafs.
6. C-14 þynning í kolsýru andrúmsloftsins af CO2 uppstreymi á eldfjalla-
og hverasvæðum.
Þessir þættir verða nú ræddir hver fyrir sig og gerð grein fyrir hvernig
má draga úr áhrifum þeirra eða útiloka þá.
6.1. Óvissa vegna líkindabundinnar dreifingar í talningu
Geislamælingin felst því í að telja rafpúlsa sem koma frá mælinemanum í
hvert skipti sem C-14 kjarni ummyndast. Aldursákvörðunin felst í því að bera
saman, við nákvæmlega sömu mæliskilyrði, púlsatíðni þess sýnis sem skal
aldursgreina og C-14 staðals. 1 þessum mælingum koma fleiri púlsar en frá
ummyndun C-14 kjama, þeir koma einnig frá ytri geislun, sem aldrei er hægt
að útiloka að fullu. Þegar mælt er sýni án nokkurs geislakols, t.d. þegar það
er gert úr milljóna ára gömlum kolum þar sem allt C-14 er löngu dáið út, fæst
frá þessari ytri geislun lítill en stöðugur talningarhraði sem nefnist gmnntala.
Þegar staðall eða sýni með óþekktum aldri er mælt bætist púlsatíðnin frá
geislavirkni kolefnisins við þessa grunntölu. Einn meginvandi aldursgrein-
inga felst í því að draga sem mögulegt er úr áhrifum ytri geislunar og ná lágri
grunntölu. Grunntöluna þarf því að mæla nákvæmlega og er hún dregin frá
talningarhraða sýnis og staðals áður en hlutfallið er reiknað.
Púlsarnir koma óreglulega en með vissum meðalhraða. Finna þarf með-
altíðni púlsanna fyrir: 1) óþekkta sýnið, 2) staðal og 3) sýni án C-14 (grunn-
tölu). Talningarhraðinn er bundinn ákveðnu líkindalögmáli sem takmarkar
nákvæmnina. Hlutfallsleg óvissa hverrar mælingar verður því minni sem
fleiri púlsar eru taldir, þ.e. nákvæmnin eykst með vaxandi mælitíma, en til
að tvöfalda nákvæmnina þarf að fjórfalda tímann. Til að ná 1 % nákvæmni
(sem gefur 80 ára óvissu í aldri) þarf að telja 10 þúsund púlsa frá mælinem-
anum. Þar sem dæmigerður talningarhraði er 10-20 púlsar á mínútu er ljóst