Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þessi maður, Dagfinnur, en gesturinn, sá er söguna sagði, er nú úr sögunni og
drauminum, en þá þóttist hann sjálfur sjá og vita allt það er héðan af er í drauminum.12
Þórhallur Vilmundarson hefur bent á að nafnið Dagfinnur sé varla úr
lausu lofti gripið í þessu samhengi, heldur tengist það athugunum Odda
á sólargangi. Þá getur Þórhallur þess til að ýmis atriði sögunnar séu dul-
búnar vísanir í ævi Odda og Þórðar í Múla og ýmsa atburði meðan þeir
voru á dögum.13 Þannig má m.a. leiða getur að því að Oddi hafi mægst
við Þórð í Múla og er sú tilgáta raunar komin allar götur frá Birni Sigfús-
syni árið 1946.14
Síðar í sögunni segir frá þeim atburði
er geta verður þó að lítils vægis þyki vera, að losnaði skóþvengur Dagfinns skálds.
Og síðan bindur hann þvenginn, og þá vaknaði hann og var þá Oddi sem von var, en
eigi Dagfinnur. Eftir þennan fyrirburð gekk Oddi út og hugði að stjörnum sem hann
átti venju til jafnan er hann sá út um nætur þá er sjá mátti stjörnur.15
Oddi rifjar nú upp nokkrar vísur úr kvæði sem hann þóttist hafa ort í
drauminum. Hefst síðan nýr kafli sem byrjar svo:
En sem Oddi hafði úti verið slíka stund sem honum vel Kkaði fór hann inn í rekkju sína
og sofnaði þegar og dreymdi hann það sem hið fyrra sinn og hann hafði vaknað frá.16
Heldur síðan fram sögunni um hríð þar til komið er að eðlilegum sögu-
lokum og góðum ráðahag Dagfinns „og vaknaði hann þá er Oddi var raun-
ar." 17 Mundi Oddi þá drauminn allan en þó ekki nema ellefu vísur í
kvæðinu. Að þeim loknum segir svo:
Nú er draum þessum lokið er Stjörnu-Odda dreymdi, eftir því sem hann sjálfur hefur
sagt, og má víst undarlegur og fáheyrður þykja þessi fyrirburður en þó þykir flestum
líklegt að hann muni það eina sagt hafa er honum hafi svo þótt verða í drauminum,
því að Oddi var reiknaður bæði fróður og sannsögull. Má og eigi undrast þótt
kveðskapurinn sé stirður því að í svefni var kveðið.18
12. íslenzk fornrit XIII, 1991,465; íslendinga sögur IX, 1947,386; íslendinga sögur og pættir: Síöara
bindi, 1986,2235.
13. Þórhallur Vilmundarson, 1991, ccxiv-ccxxii.
14. Björn Sigfússon, 1946,82.
15. íslenzk fornrit XIII, 1991,471; íslendinga sögur IX, 1947,392; íslendinga sögur og pættir: Sídara
bindi, 1986,2238.
16. íslenzk fornrit XIII, 1991,473; íslendinga sögur IX, 1947,395; íslendinga sögur og pættir: Síðara
bindi, 1986,2239.
17. íslenzk fornrit XIII, 1991,476; íslendinga sögur IX, 1947,398; íslendinga sögur og pættir: Síðara
bindi, 1986,2241.
18. íslenzk fornrit XIII, 1991,481; íslendittga sögur IX, 1947,405; íslendinga sögur og pættir: Stðara
bindi, 1986,2243.