Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 82
86 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS saman sögurnar; þeir telji sig til dæmis vera að gefa sannferðuga lýsingu á lífi manna á þeim tíma sem þeir hugsa sér að sögurnar gerist. Þannig komi til dæmis fram í sögunum almennar hugmyndir höfunda um byggð og mannvist í Flatey sem er meginviðfangsefni þessarar greinar. Textarnir úr Stjörnu-Odda draumi hér á undan eru með sama hætti heimildir um þetta. I fyrri hluta Reykdæla sögu og Víga-Skútu segir meðal annars frá Áskatli goða sem bjó að Hvammi í Reykjadal, og systursonum hans sem kallaðir voru Fjörleifarsynir. Vémundur kögur fór fyrir þeim bræðrum en annar þeirra, Hávarður, bjó einmitt að Múla. f sjöunda kafla segir frá eftirfarandi viðskiptum Vémundar og Áskels: Einhverju sinni kom Vémundur að máli við Áskel og bað hann Ijá sér ferju að fara út til Flateyjar eftir veiðiskap. Kvaðst hann bæði mundu flytja að Áskatli og sér. Hann sagðist ljá ferjuna þegar hann vildi. Áskell átti þar mikil föng í eynni og hafði þann mann settan til að geyma er Kálfur hét. Eigi var hann sagður mikilmenni. Nú fer Vémundur þar til er hann hittir Kálf og biður hann greiða sér föng þau er Áskell átti í hans varðveislu og kvaðst nú eftir sendur...25 Samkvæmt skilgreiningum Lúðvíks Kristjánssonar á þessi lýsing best við um lítver, en þá fóru menn að heiman þangað sem stutt var á miðin á vissum tímum árs og dvöldust þar í verbúðum eða tjöldum.26 Hér kemur auk þess fram að Reykdælir hafi átt ítök í Flatey eins og eirtnig er sagt í Stjömu-Odda draumi, sjá hér á undan. Björn Sigfússon gerði úttekt á tímatali sögunnar og samkvæmt því mundi þessi atburður hafa gerst kringum 975.27 í 30. kafla Ljósvetninga sögu er þar komið að Eyjólfur sonur Guðmundar ríka vill hefna Koðráns bróður síns og bera niður á Brettingsstöðum sem eru einn helsti bær á Flateyjardal, norður við sjó. Á leiðinni þangað gista Eyjólfur og menn hans í Fnjóskadal og eru spurðir hvert ferðinni sé heitið. Eyjólfur vill ekki svara sem er: Frek gerast nú boðin vor Eyfirðinga og þarf til fanga að ætla og er til Flateyjar förin eftirfangi.28 25. íslenzk fornrit X, 1940,170; íslendinga sögurlX, 1947,197; íslendinga sögurog pættir: Síðara bindi, 1986,1743. 26. Lúðvík Kristjánsson, 1982,32. - Sbr. einnig stutta lýsingu á Flatey sem verstöð fyrr á öldum á bls. 72. 27. Björn Sigfússon, 1940, lxix. 28. íslenzk fornrit X, 1940,100; íslendinga sögur IX, 1947,89; íslendinga sögur og pættir: Síðara bindi, 1986,1712.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.