Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
saman sögurnar; þeir telji sig til dæmis vera að gefa sannferðuga lýsingu
á lífi manna á þeim tíma sem þeir hugsa sér að sögurnar gerist. Þannig
komi til dæmis fram í sögunum almennar hugmyndir höfunda um byggð
og mannvist í Flatey sem er meginviðfangsefni þessarar greinar. Textarnir
úr Stjörnu-Odda draumi hér á undan eru með sama hætti heimildir um
þetta.
I fyrri hluta Reykdæla sögu og Víga-Skútu segir meðal annars frá Áskatli
goða sem bjó að Hvammi í Reykjadal, og systursonum hans sem kallaðir
voru Fjörleifarsynir. Vémundur kögur fór fyrir þeim bræðrum en annar
þeirra, Hávarður, bjó einmitt að Múla. f sjöunda kafla segir frá eftirfarandi
viðskiptum Vémundar og Áskels:
Einhverju sinni kom Vémundur að máli við Áskel og bað hann Ijá sér ferju að fara út
til Flateyjar eftir veiðiskap. Kvaðst hann bæði mundu flytja að Áskatli og sér. Hann
sagðist ljá ferjuna þegar hann vildi. Áskell átti þar mikil föng í eynni og hafði þann
mann settan til að geyma er Kálfur hét. Eigi var hann sagður mikilmenni. Nú fer
Vémundur þar til er hann hittir Kálf og biður hann greiða sér föng þau er Áskell átti
í hans varðveislu og kvaðst nú eftir sendur...25
Samkvæmt skilgreiningum Lúðvíks Kristjánssonar á þessi lýsing best
við um lítver, en þá fóru menn að heiman þangað sem stutt var á miðin á
vissum tímum árs og dvöldust þar í verbúðum eða tjöldum.26 Hér kemur
auk þess fram að Reykdælir hafi átt ítök í Flatey eins og eirtnig er sagt í
Stjömu-Odda draumi, sjá hér á undan. Björn Sigfússon gerði úttekt á tímatali
sögunnar og samkvæmt því mundi þessi atburður hafa gerst kringum 975.27
í 30. kafla Ljósvetninga sögu er þar komið að Eyjólfur sonur Guðmundar
ríka vill hefna Koðráns bróður síns og bera niður á Brettingsstöðum sem
eru einn helsti bær á Flateyjardal, norður við sjó. Á leiðinni þangað gista
Eyjólfur og menn hans í Fnjóskadal og eru spurðir hvert ferðinni sé heitið.
Eyjólfur vill ekki svara sem er:
Frek gerast nú boðin vor Eyfirðinga og þarf til fanga að ætla og er til Flateyjar förin
eftirfangi.28
25. íslenzk fornrit X, 1940,170; íslendinga sögurlX, 1947,197; íslendinga sögurog pættir: Síðara
bindi, 1986,1743.
26. Lúðvík Kristjánsson, 1982,32. - Sbr. einnig stutta lýsingu á Flatey sem verstöð fyrr á öldum
á bls. 72.
27. Björn Sigfússon, 1940, lxix.
28. íslenzk fornrit X, 1940,100; íslendinga sögur IX, 1947,89; íslendinga sögur og pættir: Síðara
bindi, 1986,1712.