Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dýpi:
1) 0-10 cm
2) 10-12 cm
3) 12-18 cm
4)18-24 cm
5) 24-28 cm
6) 28-35 cm
7) 35-40 cm
Mynd 14. Borkjarni 1. Sniðid var tekið rétt
að lengd og um 0,6 m að breidd.
Stutt lýsing:
Brún mold, jarðvegsþykknun.
Mannvistarlag, líklega gólflag.
I þvíeru m.a. skeljar, kuðungar
og brennd (kinda)bein.
Steinlögn, e.t.v. af steinlögðu gólfi.
Einnig lábarðir hnullungar um
10-20 cm íþvermál.
Brún mold, hreyfð. Ekki greinilegt
mannvistarlag, heldur er íjarðvegmum
örlítil gráleit litarbreyting blandin
viðarkolaögnum.
Óhreyfð rauðbrún grófmold.
Óhreyfð rauðbrún fín mold.
Steinn. Botn á sniði.
við innri brún suðurveggjarins. Það var um 1 m
vísbending í þá átt fyrr en fengin er kolefnisgreining á beini eöa viðarkoli.
Draga má þá niðurstöðu af sniðinu, að mannvist hafi verið á þessum stað
frá upphafi búsetu á svæðinu.
Tóftin hefur að öllum líkindum náð nokkru lengra til norðurs en nú sést,
því að svo virðist sem tóft nr. 8 hafi verið sett á ská ofan í norðurhlutann.
Tóft 5
Tóftin er mjög óljós, hálffull af mold og hallar til suðurs. Við suðurhlið
virðist vera forskáli og inngangur móti austri. Innanmál eru 3,4 m x 1,6 m.
Veggjabreiddin er um 0,9 m og veggjahæð urn 0,15-0,2 m. Hugsanlega er
þessi tóft vestasti hluti bæjarraðar.
Tóft 6
Innanmál 3 m x 2,1 m. Veggir eru um 1,2 m breiðir og 0,2 m á hæð að
vestanverðu og um 0,4 m háir að austan og sunnan.
Tóft 7
Innanmál tóftarinnar eru 3 m x 2,2 m. Veggirnir eru um 1,2 m breiðir.
Þeir eru um 0,4 m háir að vestan og sunnan og um 0,1 m á hæð að norð-
anverðu.
Tóft 8
Þessi tóft virðist vera yngst tóftanna á rústasvæðinu. Hún virðist vera
byggð á ská ofan í eldri tóftir, einkum tóft 4 eins og áður er getið, og hefur
skemmt þær verulega. Einnig er líklegt að hnausar hafi verið stungnir úr