Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 104
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Niðurstöður fornleifarannsóknar Rústasvæðið í Arnargerði veldur óneitanlega nokkrum heilabrotum. Stærð og lögun hins sporöskjulaga garðs sem umlykur rústirnar hefur ekki síst orðið til þess að vekja forvitni um þennan stað og tilgátur um tengsl hans við athuganir Stjörnu-Odda á fyrri hluta 12. aldar. Rannsóknin leiddi í ljós að garðurinn mikli, sem er allt að 1,6 m hár og 6 m breiður á köflum, virðist hafa verið allmiklu lægri í upphafi. Einnig reyndist unnt að tímasetja hann innan ákveðinna marka. Að stofni til er hann eldri en gjóskulagið frá 1477 og líklegast frá fyrri hluta íslenskra miðalda. Virðist sem garðurinn hafi verið endurbættur a.m.k. tvisvar sinn- um eftir 1477, annars vegar skömmu eftir að gjóskan féll og hins vegar nokkru síðar. Stærð garðsins bendir til þess að hann hafi verið lengi í notkun. Endurbætur eftir 1477 benda einnig til að hann hafi haft hlutverki að gegna allt fram á 16. öld og jafnvel lengur. Bæjarrústirnar eru flóknari viðfangs og niðurstöður rannsóknar á þeim eru allar mótsagnakenndar. Þar sem viðarkoladreif fannst í gólflögum má ætla að um íveruhús sé að ræða. Flatarteikningin sýnir að rústirnar eru allmiklar að umfangi. Jafnaugljóst virðist að tóftirnar geta ekki verið allar frá sama tíma. Hins vegar virðast tóftirnar furðu lágar og óljósar af eyðibýli að vera, ef þar hefði verið búið lengi. Einnig má spyrja hvernig standi á hinum mikla mun sem er á túngarði og tóftum. Hvers vegna hefur jarð- vegur ekki hlaðist upp yfir tóftunum á sama hátt og yfir túngarðinn? Bor- kjarnarnir sýna að mjög lítil jarðvegsþykknun hefur átt sér stað á bæjarhólnum. Að öllu jöfnu væri það vísbending um að byggð hafi ekki verið lengi á þessum stað, eða að notkunin hafi ekki alltaf verið stöðug heldur árstíðabundin. Hér bendir þó ýmislegt til að uppblástur kunni að hafa valdið því að jarðlög eru svo fátækleg. Erfitt er að átta sig á gerð tóftanna af yfirborðsútliti þeirra. Fyrst dettur rnanni í hug að tóftir nr. 2, 3, 4, 5, 6 og 7 séu hlutar af bæjarröð og nr. 9 og 10 séu bakhýsi. Það er þó ekki fyllilega sannfærandi vegna þess hve sundurleitar þessar tóftir eru og bera ennfremur einkenni þess að vera ekki samtíma. Svæði 16, 17 og 18 og veggjaleifar að þeim eru hugsanlega leifar eldri mannvirkja. Að gerð virðast tóftir 21 og 22 fornlegastar að sjá og gætu verið tvískipt rúst. Lega hennar er nokkuð á skjön við aðrar tættur. Borkjarni nr. 2 bendir hins vegar til þess að hún sé yngri en 1477, þannig að hugsanlega gæti hún líka verið yngst tóftanna. Reglulegt útlit ferningslaga svæðisins 13 og garðanna 14 og 15 bendir til síðari tíma mannvirkjagerðar fremur en til mannvirkja frá miðöldum. Hins vegar eru garðarnir orðnir mjög eyddir og nánast orðnir að þúfnaröðum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.