Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 121
ÞÓR MAGNÚSSON
MINNINGARTAFLA ÚR ÞVERÁRKIRKJU
Þegar Áskell Jónasson, bóndi að Þverá í Laxárdal, var að gera við gamla
bæinn þar haustið 1987 fann hann fjöl með áhöggnu letri í súðinni á bæj-
ardyraloftinu. Fjölina fékk hann mér er ég kom að Þverá sumarið 1989 og
var hún skráð í aðfangabók Þjóðminjasafnsins 15. ágúst það ár. Þótt letrið
á fjölinni væri torlesið, þar sem heflað hefur verið framan af henni, var þó
hægt að ráða í áletrunina að mestu. Sást þá, að þetta myndi greinilega
önnur fjöl af tveimur úr grafskrift yfir séra Ólaf Þorláksson, er síðast hélt
Mývatnsþing og dó uppgjafaprestur að Brettingsstöðum í Laxárdal 1756.
Haustið 1990 fann Áskell síðan hina fjölina í árefti smiðjunnar á Þverá,
er hann gerði hana upp að nýju og tók ég hana þar á Þverá 23. maí 1991.
Fékk hún sömu dagsfærslu í safnið og fyrri fjölin. Þegar þær voru báðar
lagðar saman var grafskriftin komin heil og grafletrið auðlesið að mestu,
þó með fáeinum undantekningum, þar sem letrið var algerlega heflað af,
en víðast var þó hægt að lesa í málið.
Þar sem grafskrift þessi er að vissu leyti merkileg skal henni lýst nokkru
nánar og gerð grein fyrir þeim, sem hún tengist. Orðið grafskrift er notað
hér um fjalirnar sjálfar með áletruninni. Mörg dæmi eru frá fyrri tímum að
svo sé tekið til orða, að grafskriftir hangi í kirkjum, og er þá ævinlega átt
við skrifaðar grafskriftir eða fjalir með grafletri á.
Grafskriftin er úr tveimur furufjölum. Önnur þeirra, sú til vinstri er á er
horft og fyrst fannst, er sem næst 134,5 cm að lengd, en sagað hefur verið
lítillega neðan af henni. Breiddin er 13,8-17,5 cm og þykktin um 2,6 cm.
Hin er 136,6 cm, sem virðist upphafleg lengd þeirra beggja, breiddin 15,5
cm og þykkt svipuð og hinnar. Báðar hafa fjalirnar nót á innri brún og
hefur þar verið laus fjöður. Þær hafa annars verið festar saman af ramm-
anum, sem vantar nú en hefur náð um 2,5 cm inn á fjalirnar. Þær eru
sléttheflaðar beggja vegna, en á bakið er höggvið úr þeim þvert yfir urn
nærri báðum endum. Naglaför eru á nokkrum stöðum eftir járn- og tré-
nagla og sumir enn í. Sums staðar vottar fyrir fúa sem von er, þótt hrís
hafi verið sem tróð milli áreftis og þekju.