Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 121
ÞÓR MAGNÚSSON MINNINGARTAFLA ÚR ÞVERÁRKIRKJU Þegar Áskell Jónasson, bóndi að Þverá í Laxárdal, var að gera við gamla bæinn þar haustið 1987 fann hann fjöl með áhöggnu letri í súðinni á bæj- ardyraloftinu. Fjölina fékk hann mér er ég kom að Þverá sumarið 1989 og var hún skráð í aðfangabók Þjóðminjasafnsins 15. ágúst það ár. Þótt letrið á fjölinni væri torlesið, þar sem heflað hefur verið framan af henni, var þó hægt að ráða í áletrunina að mestu. Sást þá, að þetta myndi greinilega önnur fjöl af tveimur úr grafskrift yfir séra Ólaf Þorláksson, er síðast hélt Mývatnsþing og dó uppgjafaprestur að Brettingsstöðum í Laxárdal 1756. Haustið 1990 fann Áskell síðan hina fjölina í árefti smiðjunnar á Þverá, er hann gerði hana upp að nýju og tók ég hana þar á Þverá 23. maí 1991. Fékk hún sömu dagsfærslu í safnið og fyrri fjölin. Þegar þær voru báðar lagðar saman var grafskriftin komin heil og grafletrið auðlesið að mestu, þó með fáeinum undantekningum, þar sem letrið var algerlega heflað af, en víðast var þó hægt að lesa í málið. Þar sem grafskrift þessi er að vissu leyti merkileg skal henni lýst nokkru nánar og gerð grein fyrir þeim, sem hún tengist. Orðið grafskrift er notað hér um fjalirnar sjálfar með áletruninni. Mörg dæmi eru frá fyrri tímum að svo sé tekið til orða, að grafskriftir hangi í kirkjum, og er þá ævinlega átt við skrifaðar grafskriftir eða fjalir með grafletri á. Grafskriftin er úr tveimur furufjölum. Önnur þeirra, sú til vinstri er á er horft og fyrst fannst, er sem næst 134,5 cm að lengd, en sagað hefur verið lítillega neðan af henni. Breiddin er 13,8-17,5 cm og þykktin um 2,6 cm. Hin er 136,6 cm, sem virðist upphafleg lengd þeirra beggja, breiddin 15,5 cm og þykkt svipuð og hinnar. Báðar hafa fjalirnar nót á innri brún og hefur þar verið laus fjöður. Þær hafa annars verið festar saman af ramm- anum, sem vantar nú en hefur náð um 2,5 cm inn á fjalirnar. Þær eru sléttheflaðar beggja vegna, en á bakið er höggvið úr þeim þvert yfir urn nærri báðum endum. Naglaför eru á nokkrum stöðum eftir járn- og tré- nagla og sumir enn í. Sums staðar vottar fyrir fúa sem von er, þótt hrís hafi verið sem tróð milli áreftis og þekju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.