Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 131
RITDOMUR 135 elstu heimildirnar segi ekkert um byggð á Brúardölum, en sýni hins vegar að á 12. og 13. öld var talið að fyrrum hefði verið mikil byggð í Hrafnkels- dal. Hins vegar bendi ekkert í fornbréfum miðalda, eða allt frá 14. öld, og fram á 17. öld til fastrar búsetu í dalnum. Samfelld byggð hófst síðan aftur þar á seinni hluta 18. aldar. Hvernig samræmast svo mannvistarleifar í dölunum þessum ritheimild- um? A næstu 70 blaðsíðunum er fjallað um þær og er textinn ríkulega myndskreyttur uppdráttum og ljósmyndum, auk nokkurra sniðteikninga. Mannvistarleifarnar eru annars vegar leifar heiðinna grafa sem flestar fund- ust í kringum aldamótin. Hér er birt merkilegt áður óbirt bréf Daniels Bru- uns, ásamt teikningum úr dagbók hans, sem við koma rannsókn einnar þessara grafa. Hins vegar eru það byggðaleifar þær sem skráðar voru og tímasettar með gjóskutímatalinu. í upphafi kaflans um Byggðaleifar í Hrafn- kelsdal og nágrenni er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir þessari tímatals- fræði (bls. 35 o.áfr.). Ollu óljósari er umfjöllun höfundar um jarðlagaskipan (stratigrafíu) og jarðbor þann sem notaður var við rannsóknirnar, t.d. þar sem talað er um öryggi tímasetningar mannvistarlaga í bor- kjarnanum (bls. 37). Ég er hrædd um að jafnvel þeir sem eru kunnugir fræðigreininni hafi átt erfitt með að fylgja röksemdafærslunni þarna eftir, hvað þá þeir sem ekkert þekkja til. Orðalag er óljóst á svipaðan hátt á fleiri stöðum í ritinu. Við rannsókn byggðaleifanna var að einhverju leyti stuðst við loftljós- myndun, m.a. með innrauðri filmu, en það var nýmæli í rannsókn fornleifa á íslandi. Fróðlegt hefði verið að heyra hvernig þessi nýja tækni reyndist fyrir rannsóknina í heild. Af þeim þremur innrauðu Ijósmyndum sem birt- ar eru í bókinni (4., 5. og 7. litmynd), sýnir aðeins ein (5. litmynd) rústa- svæðin sjálf greinilega með litamismun eins og svona myndir eiga að geta gert. Alls fundust byggðaleifar á 20 stöðum í Hrafnkelsdal og á 14 stöðum á Brúardölum, og eru athyglisverð þau ummæli að þörf hafi verið á ábend- ingum staðkunnugra, bæði við loftljósmyndunina og við staðsetningu byggðaleifa yfirleitt. Var það einmitt reynsla undirritaðrar við svipaðar rannsóknir á Norður-, Suður- og Austurlandi.3 Margar rústanna á þeim svæðum hefðu að öllum líkindum legið ófundnar án hjálpar staðkunnugra. Loftmyndir þær sem til eru hjá Landmælingum íslands af öllu landinu eru einnig í of smáum skala til að koma að gagni við staðsetningu rústa nema fyrst sé vitað hvar þær eru. Er þetta umhugsunarefni varðandi þá brýnu nauðsyn sem lengi hefur verið á að skrá byggðaleifar á landinu áður en upplýsingar um þær hverfa með öllu, en mikill meirihluti minna bestu heimildarmanna hefur fallið í valinn síðan ég var að skrá á ofangreindum svæðum á árunum 1979-83.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.