Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 131
RITDOMUR
135
elstu heimildirnar segi ekkert um byggð á Brúardölum, en sýni hins vegar
að á 12. og 13. öld var talið að fyrrum hefði verið mikil byggð í Hrafnkels-
dal. Hins vegar bendi ekkert í fornbréfum miðalda, eða allt frá 14. öld, og
fram á 17. öld til fastrar búsetu í dalnum. Samfelld byggð hófst síðan aftur
þar á seinni hluta 18. aldar.
Hvernig samræmast svo mannvistarleifar í dölunum þessum ritheimild-
um? A næstu 70 blaðsíðunum er fjallað um þær og er textinn ríkulega
myndskreyttur uppdráttum og ljósmyndum, auk nokkurra sniðteikninga.
Mannvistarleifarnar eru annars vegar leifar heiðinna grafa sem flestar fund-
ust í kringum aldamótin. Hér er birt merkilegt áður óbirt bréf Daniels Bru-
uns, ásamt teikningum úr dagbók hans, sem við koma rannsókn einnar
þessara grafa. Hins vegar eru það byggðaleifar þær sem skráðar voru og
tímasettar með gjóskutímatalinu. í upphafi kaflans um Byggðaleifar í Hrafn-
kelsdal og nágrenni er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir þessari tímatals-
fræði (bls. 35 o.áfr.). Ollu óljósari er umfjöllun höfundar um jarðlagaskipan
(stratigrafíu) og jarðbor þann sem notaður var við rannsóknirnar, t.d. þar
sem talað er um öryggi tímasetningar mannvistarlaga í bor- kjarnanum (bls.
37). Ég er hrædd um að jafnvel þeir sem eru kunnugir fræðigreininni hafi
átt erfitt með að fylgja röksemdafærslunni þarna eftir, hvað þá þeir sem
ekkert þekkja til. Orðalag er óljóst á svipaðan hátt á fleiri stöðum í ritinu.
Við rannsókn byggðaleifanna var að einhverju leyti stuðst við loftljós-
myndun, m.a. með innrauðri filmu, en það var nýmæli í rannsókn fornleifa
á íslandi. Fróðlegt hefði verið að heyra hvernig þessi nýja tækni reyndist
fyrir rannsóknina í heild. Af þeim þremur innrauðu Ijósmyndum sem birt-
ar eru í bókinni (4., 5. og 7. litmynd), sýnir aðeins ein (5. litmynd) rústa-
svæðin sjálf greinilega með litamismun eins og svona myndir eiga að geta
gert.
Alls fundust byggðaleifar á 20 stöðum í Hrafnkelsdal og á 14 stöðum á
Brúardölum, og eru athyglisverð þau ummæli að þörf hafi verið á ábend-
ingum staðkunnugra, bæði við loftljósmyndunina og við staðsetningu
byggðaleifa yfirleitt. Var það einmitt reynsla undirritaðrar við svipaðar
rannsóknir á Norður-, Suður- og Austurlandi.3 Margar rústanna á þeim
svæðum hefðu að öllum líkindum legið ófundnar án hjálpar staðkunnugra.
Loftmyndir þær sem til eru hjá Landmælingum íslands af öllu landinu eru
einnig í of smáum skala til að koma að gagni við staðsetningu rústa nema
fyrst sé vitað hvar þær eru. Er þetta umhugsunarefni varðandi þá brýnu
nauðsyn sem lengi hefur verið á að skrá byggðaleifar á landinu áður en
upplýsingar um þær hverfa með öllu, en mikill meirihluti minna bestu
heimildarmanna hefur fallið í valinn síðan ég var að skrá á ofangreindum
svæðum á árunum 1979-83.