Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 136

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 136
140 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir var áfram styrkþegi í minningarstöðu um dr. Kristján Eldjárn. Sýningar og aðsókn Sýning Sigríðar Kjaran á íslenskum pjóðlífsmyndum, er getið var í síðustu skýrslu, stóð fram til loka marzmánaðar. Sett var upp í Bogasal leikfangasýning í tilefni listahátíðar æskunnar og stóð dagana 20. til 28. apríl. Komu þangað alls 28 skólahópar og um 600 gestir aðrir. Þóra Magnúsdóttir safnkennari sá um sýninguna. Aðalsýning safnsins á árinu bar heitið Stóra-Borg. Fornleifarannsókn 1978- 1990, og fjallaði um hinar viðamiklu rannsóknir þar á tímabilinu. Merkustu gripirnir þaðan voru til sýnis ásamt teikningum, ljósmyndum og litskyggn- um. Gefin var út sýningarskrá og skrifaði Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur, sem stýrði rannsóknunum allan tímann, textann enda vinnur hún að úrvinnslu rannsóknanna. Um uppsetningu sýningarinnar sá Þórunn Þor- grímsdóttir leikmyndateiknari, en margir af starfsmönnum safnsins lögðu sitt af mörkum til hennar. Sýningin stóð til áramóta og var haldin fyrirlestra- röð um efni tengt sýningunni í nóvember. Þórður Tómasson flutti erindi 10. nóv., Mjöll Snæsdóttir 17. nóv. og Elsa E. Guðjónsson 24. nóv. I júnímánuði var sett upp sýning á 3. hæð safnsins um Rúnasteina í Suðurmannalandi í Svtþjóð, sem gerð var fyrir tilstilli Nönnu Hermansson safnstjóra í Nyköping, fyrrum borgarminjavarðar. Þar voru Ijósmyndir og líkön af rúnasteinum í Suðurmannalandi. Sýningin stóð til septemberloka. 1. desember hélt Islenska hljómsveitin minningartónleika um Sveinbjörn Sveinbjörnsson í forsal safnsins. Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri stóð fyrir þeim og var meðal annars leikinn undirleikur á píanó Svein- björns, sem safninu var gefið árið 1987, en Jón Þórarinsson tónskáld flutti erindi um tónskáldið. Er ætlunin, að slíkir minningarhljómleikar verði ár- viss viðburður á vegum hljómsveitarinnar hér þennan dag. Jóladagskrá safnsins á árinu var helguð ári söngsins, framtaki Tónlistar- bandalags íslands. í forsölum þriðju hæðar var sett upp sýning sem valið var heitið Sönghf í heimahúsum. Þar voru til sýnis hljóðfæri úr fórum safns- ins, handrit, bækur, ljósmyndir ofl. Gefin var út fjölrituð sýningarskrá sem Arni Björnsson deildarstjóri þjóðháttadeildar samdi. Sýningin var opnuð 6. desember en þá kveikti Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra á jólatré safnsins og við athöfnina söng Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Garðar Jakobsson fiðluleikari frá Lautum í Reykjadal spil- aði nokkur lög á fiðlu en hann er einn af síðustu fulltrúum alþýðutón- menntar sem ríkti í Þingeyjarsýslum fyrr á öldinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.