Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir var áfram styrkþegi í minningarstöðu um
dr. Kristján Eldjárn.
Sýningar og aðsókn
Sýning Sigríðar Kjaran á íslenskum pjóðlífsmyndum, er getið var í síðustu
skýrslu, stóð fram til loka marzmánaðar.
Sett var upp í Bogasal leikfangasýning í tilefni listahátíðar æskunnar og
stóð dagana 20. til 28. apríl. Komu þangað alls 28 skólahópar og um 600
gestir aðrir. Þóra Magnúsdóttir safnkennari sá um sýninguna.
Aðalsýning safnsins á árinu bar heitið Stóra-Borg. Fornleifarannsókn 1978-
1990, og fjallaði um hinar viðamiklu rannsóknir þar á tímabilinu. Merkustu
gripirnir þaðan voru til sýnis ásamt teikningum, ljósmyndum og litskyggn-
um. Gefin var út sýningarskrá og skrifaði Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð-
ingur, sem stýrði rannsóknunum allan tímann, textann enda vinnur hún
að úrvinnslu rannsóknanna. Um uppsetningu sýningarinnar sá Þórunn Þor-
grímsdóttir leikmyndateiknari, en margir af starfsmönnum safnsins lögðu
sitt af mörkum til hennar. Sýningin stóð til áramóta og var haldin fyrirlestra-
röð um efni tengt sýningunni í nóvember. Þórður Tómasson flutti erindi 10.
nóv., Mjöll Snæsdóttir 17. nóv. og Elsa E. Guðjónsson 24. nóv.
I júnímánuði var sett upp sýning á 3. hæð safnsins um Rúnasteina í
Suðurmannalandi í Svtþjóð, sem gerð var fyrir tilstilli Nönnu Hermansson
safnstjóra í Nyköping, fyrrum borgarminjavarðar. Þar voru Ijósmyndir og
líkön af rúnasteinum í Suðurmannalandi. Sýningin stóð til septemberloka.
1. desember hélt Islenska hljómsveitin minningartónleika um Sveinbjörn
Sveinbjörnsson í forsal safnsins. Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri
stóð fyrir þeim og var meðal annars leikinn undirleikur á píanó Svein-
björns, sem safninu var gefið árið 1987, en Jón Þórarinsson tónskáld flutti
erindi um tónskáldið. Er ætlunin, að slíkir minningarhljómleikar verði ár-
viss viðburður á vegum hljómsveitarinnar hér þennan dag.
Jóladagskrá safnsins á árinu var helguð ári söngsins, framtaki Tónlistar-
bandalags íslands. í forsölum þriðju hæðar var sett upp sýning sem valið
var heitið Sönghf í heimahúsum. Þar voru til sýnis hljóðfæri úr fórum safns-
ins, handrit, bækur, ljósmyndir ofl. Gefin var út fjölrituð sýningarskrá sem
Arni Björnsson deildarstjóri þjóðháttadeildar samdi. Sýningin var opnuð 6.
desember en þá kveikti Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra á jólatré
safnsins og við athöfnina söng Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur og Garðar Jakobsson fiðluleikari frá Lautum í Reykjadal spil-
aði nokkur lög á fiðlu en hann er einn af síðustu fulltrúum alþýðutón-
menntar sem ríkti í Þingeyjarsýslum fyrr á öldinni.