Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 148

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 148
152 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafði forgöngu um framkvæmdir eins og áður, en gluggar voru smíð- aðir á verkstæði á Vopnafirði. Viðgerðarkostnaður varð rúmlega 700 þús. kr. Minni háttar viðgerðir voru við Krýsuvíknrkirkju, en lokið var endurbót- um á ytri klæðningu. Framkvæmdir kostuðu tæplega 350 þúsv verkið ann- aðist Guðmundur Baldur Jóhannsson smiður. Framkvæmdir hófust við gamla prestsbústaðinn á Sauðanesi, sem safnið tók til varðveizlu árið 1989. Komið var á samvinnu við forsvarsmenn Sauðaneshrepps, Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps um framtíð hússins. Sóknarnefnd Sauðanessóknar og Héraðsnefndin hafa báðar ákveð- ið að taka þátt í viðgerð hússins með fjárframlögum. Framkvæmdir sum- arsins þar kostuðu tæplega 300 þús. kr. Þá var hafin viðgerð steinhússins á Sómastöðum við Reyðarfjörð, smíð- aðir nýir gluggar og aflað efnis til þakviðgerðar. Steinsteyptur skúr við vesturgafl hússins var rifinn. Geir Hólm safnstjóri á Eskifirði annaðist verk- ið, sem kostaði um 350 þús. kr. Gerð voru drög að samningi um gamla íbúðarhúsið á Teigarhorni, sem áður hefur verið getið í skýrslu. Dyttað var lítillega að því og húsið búið undir vetur auk þess sem ástand þess var kannað og lausleg áætlun um viðgerð samin í samráði við Gunnar Bjarnason smið, sem væntanlega mun annast hana. Öðrum húsum þjóðminjavörzlunnar var minna sinnt á árinu. Mörgum þeirra hefur hrakað mikið á undanförnum árum og er nú svo komið, að mikið átak verður að gera til viðgerðar víða. Slæmt ástand er á bænhúsinu á Núpsstað og Hofskirkju í Öræfum, veggir víða moldrunnir og skemmdir í þiljum af því alvarlegar. Veggir hafa einnig hrunið í gömlu hlöðunum í Skaftafelli og Selsbærinn liggur undir skemmdum. I Glaumbæ brast torf- veggur um vorið og hrundi inn á þil í gestastofu, en gert var við þetta til bráðabirgða. Að auki þurfti að laga þök, sem fóru illa í ofviðri í febrúar. Þá eru skemmuveggir teknir að bila illa og bærinn því beinlínis að verða varasamur. Gæti jafnvel þurft að takmarka umgang um hann ef ekki næst að bæta úr hið bráðasta. Sama máli gegnir einnig um hús á Keldum, hætta er á að þekjur falli niður. Þess má geta, að ekki er afar langt síðan gert var vandlega við mörg þessi hús og sum endurbyggð alveg. En þetta sýnir glöggt, hve ört torf- húsunum hrakar og þurfa fljótt viðgerðar við að nýju, enda verða oft skemmdir skyndilega að vori, er frost fer úr veggjum. Þeir hrynja þá er minnst varir þótt þeir líti vel út að hausti og skýrir þetta bezt stríð manna fyrrum við stöðugar húsabætur. Er þó ástandið væntanlega verra eftir að hætt var að búa í bæjunum og nota þá að staðaldri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.