Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafði forgöngu um framkvæmdir eins og áður, en gluggar voru smíð-
aðir á verkstæði á Vopnafirði. Viðgerðarkostnaður varð rúmlega 700
þús. kr.
Minni háttar viðgerðir voru við Krýsuvíknrkirkju, en lokið var endurbót-
um á ytri klæðningu. Framkvæmdir kostuðu tæplega 350 þúsv verkið ann-
aðist Guðmundur Baldur Jóhannsson smiður.
Framkvæmdir hófust við gamla prestsbústaðinn á Sauðanesi, sem safnið
tók til varðveizlu árið 1989. Komið var á samvinnu við forsvarsmenn
Sauðaneshrepps, Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps um framtíð
hússins. Sóknarnefnd Sauðanessóknar og Héraðsnefndin hafa báðar ákveð-
ið að taka þátt í viðgerð hússins með fjárframlögum. Framkvæmdir sum-
arsins þar kostuðu tæplega 300 þús. kr.
Þá var hafin viðgerð steinhússins á Sómastöðum við Reyðarfjörð, smíð-
aðir nýir gluggar og aflað efnis til þakviðgerðar. Steinsteyptur skúr við
vesturgafl hússins var rifinn. Geir Hólm safnstjóri á Eskifirði annaðist verk-
ið, sem kostaði um 350 þús. kr.
Gerð voru drög að samningi um gamla íbúðarhúsið á Teigarhorni, sem
áður hefur verið getið í skýrslu. Dyttað var lítillega að því og húsið búið
undir vetur auk þess sem ástand þess var kannað og lausleg áætlun um
viðgerð samin í samráði við Gunnar Bjarnason smið, sem væntanlega mun
annast hana.
Öðrum húsum þjóðminjavörzlunnar var minna sinnt á árinu. Mörgum
þeirra hefur hrakað mikið á undanförnum árum og er nú svo komið, að
mikið átak verður að gera til viðgerðar víða. Slæmt ástand er á bænhúsinu
á Núpsstað og Hofskirkju í Öræfum, veggir víða moldrunnir og skemmdir
í þiljum af því alvarlegar. Veggir hafa einnig hrunið í gömlu hlöðunum í
Skaftafelli og Selsbærinn liggur undir skemmdum. I Glaumbæ brast torf-
veggur um vorið og hrundi inn á þil í gestastofu, en gert var við þetta til
bráðabirgða. Að auki þurfti að laga þök, sem fóru illa í ofviðri í febrúar.
Þá eru skemmuveggir teknir að bila illa og bærinn því beinlínis að verða
varasamur. Gæti jafnvel þurft að takmarka umgang um hann ef ekki næst
að bæta úr hið bráðasta. Sama máli gegnir einnig um hús á Keldum, hætta
er á að þekjur falli niður.
Þess má geta, að ekki er afar langt síðan gert var vandlega við mörg
þessi hús og sum endurbyggð alveg. En þetta sýnir glöggt, hve ört torf-
húsunum hrakar og þurfa fljótt viðgerðar við að nýju, enda verða oft
skemmdir skyndilega að vori, er frost fer úr veggjum. Þeir hrynja þá er
minnst varir þótt þeir líti vel út að hausti og skýrir þetta bezt stríð manna
fyrrum við stöðugar húsabætur. Er þó ástandið væntanlega verra eftir að
hætt var að búa í bæjunum og nota þá að staðaldri.