Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Reikna má með að búskapur hafi verið stundaður í Viðey áður en
klaustrið var stofnsett þar, jafnvel frá því skömmu eftir landnám. Niður-
stöður rannsókna á fornleifunum þar styðja þá tilgátu og ritaðar heimildir
gefa til kynna að kirkja hafi verið byggð í Viðey um 1200.’
Eftir siðbreytingu varð Viðey hjáleiga frá Bessastöðum og byrjað var að
reka „hospital" eða sjúkrahæli í eynni, trúlega í upphafi 17. aldar. Nokkur
slík voru rekin hér á landi á þessum tíma. Hospitöl voru fyrst og fremst
vistheimili fyrir holdsveika sjúklinga en voru einnig athvarf fyrir utan-
garðsfólk. Spítalinn í Viðey var fluttur til Gufuness árið 1752 og var starf-
ræktur þar uns hann var lagður niður árið 1795."
Skúli Magnússon, sem skipaður hafði verið landfógeti árið 1749, settist
að í Viðey 1751 en eyjan var þá eign konungs. Hann lét byggja Viðeyjar-
stofu nokkrum árum síðar og ný kirkja var vígð í Viðey árið 1774.7 Þessi
hús standa enn þann dag í dag (1. mynd). Ólafur Stephensen, stiftamt-
maður, settist að í Viðey árið 1793 og síðar tók sonur hans, Magnús
Stephensen konferensráð og dómstjóri í landsyfirrétti, við forráðum í
eynni og keypti Viðey af konungi." Viðey er nú í eigu Reykjavíkurborgar.
Vangaveltur um klausturhald
Kristin kirkja setur mark sitt á evrópska menningu á miðöldum og fyrir
tilstuðlan hennar bárust hingað til lands erlend menningaráhrif. Kirkju-
skipan og tilkoma klaustra á Islandi hefur eflaust ekki verið undanþegin
þessum áhrifum.
Hvernig húsaskipan íslenskra klaustra innbyrðis var háttað virðist
hvergi vera getið í rituðum heimildum en getgátur hafa verið uppi um að
íslensku klaustrin hafi borið svipmót af býlum stórbænda og verið ólík er-
lendum klaustrum. Þessar ályktanir hafa t.d. Anna Sigurðardóttir og Björn
Þorsteinsson dregið, m.a. af því hversu fámálir fornritahöfundar okkar ís-
lendinga hafa verið um þessi efni.
Einnig hefur verið tekið mið af 18. aldar úttektum og lýsingum á ís-
lenskum klausturjörðum við rannsóknir á húsakosti íslenskra klaustra.
Klaustur á Islandi voru hins vegar rekin frá 12. öld fram að siðbreytingu.
Hingað til hefur verið gengið út frá því að þessar úttektir lýsi byggingum
klaustursins sem stóð á sama grunni a.m.k. 300 árum áður en úttektirnar
eru gerðar, þrátt fyrir að umtalsverðar breytingar hafi orðið í samfélaginu
í kring. A þessar klausturjarðir var iðulega kominn bær á 18. öld, sem
nefndur hefur verið klausturbær í þessu samhengi vegna staðsetningar
hans."' f 18. aldar úttektum á húsum í Viðey (1701, 1702 og 1737) er talað