Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er af gerð og lögun sem var algeng á miðöldum (4. mynd). Samskonar
skór hafa m.a. fundist í Skandinavíu og eru þeir taldir hafa verið í notkun
seinast á 14. öldó
Jarðvegur inni í rústinni er blandaður móösku og viðarkolum en þó eru
munirnir sem hafa fundist þar ekki brenndir. Svæðið er því allt mjög
skaddað af yngri byggingum sem byggðar voru á sama grunni síðar og
gerir það túlkun á rústinni mjög erfiða. Rústin hefur þó að öllum líkindum
verið í notkun á 14. öld samkvæmt niðurstöðum kolefnisaldursgreiningar-
innar enda benda munir og jarðlagaskipan rústarinnar einnig til þess.
Ýmsar greiningar
Þó að mikið hafi verið rannsakað í Viðey er umfang rústanna slíkt að
enn munu líða nokkur ár þar til verkinu verður lokið. Unnið hefur verið
jafnóðum að forvörslu og skráningu muna og áfangaskýrsla hefur komið
út nánast ár hvert. Einnig hafa verið gerðar margvíslegar greiningar og
rannsóknir, s.s. jarðsjármælingar, textílgreiningar, málmgreiningar, segul-
mælingar, rannsóknir á einstökum gripum, beinagreiningar og frjókorna-
greining. Hér verður í stuttu máli fjallað um tvær síðastnefndu.
Beinagreining
Beinasérfræðingarnir Thomas Amorosi og Thomas McGovern rannsök-
uðu bein frá fyrstu árum uppgraftrarins. Þegar beinarannsóknin var gerð
var beinunum skipt í tvo flokka eftir fundarstað, annars vegar bein frá
miðöldum og hins vegar frá síðari tímum. "
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að húsdýrastofninn í Viðey
samanstóð aðallega af nautgripum og sauðfé.3' Ennfremur hafa geitur,
svín og hestar verið hluti af bústofninum og sjávarafurðir hafa greinilega
skipað stóran sess í fæðuvali Viðeyinga. Þessi þáttur fór sífellt vaxandi."
Það virðist því sem hinn hefðbundni búskapur, þ.e. sauðfjár- og nautgripa-
búskapur, hafa farið halloka fyrir gnægtum hafsins er á leið (5. mynd).
Búskaparhættir Viðeyinga hafa því verið með svipuðu sniði á miðöld-
um og síðar og þeir voru almennt á Islandi fram á þessa öld. Svo virðist
sem nautgripir hafi framan af öldum aðallega verið haldnir vegna mjólkur
en síðar vegna kjöts því beinin sýndu að kálfum var yfirleitt slátrað mjög
ungum og þeir gripir sem voru látnir halda lífi urðu mjög gamlir.33 Mikið
af sauðfjárbeinunum, sem rannsökuð voru, reyndust vera úr unglömbum
innan við tveggja vikna gömlum. Astæður þess má líklega rekja til sjúk-
dóma frekar en búskaparhátta.3'