Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fyrir þeirri grein ljósmyndafræðinnar, er að landslagsmyndun laut, enda
var hann frábærlega smekkvís á því sviði. Ferðaðist hann síðan árum sam-
an á hverju sumri, svo að segja, um landið þvert og endilangt og tók mynd-
ir, og varð hann af því kunnur maður víða um landið. Var hann brautryðj-
andi á þessu sviði. Vann hann síðan úr þessu stereoskopmyndir, sem voru
mjög útbreiddar og vinsælar um langt skeið og skuggamyndir, sem mikið
voru sýndar bæði hjer á landi og erlendis. Hafa víst fáir unnið meir að því
að opna augu manna fyrir náttúrufegurð Islands og útbreiða þekkingu á
fjölbreytni hennar, bæði hjer á landi og erlendis, heldur en Magnús heit-
inn gerði með myndum sínum."34
Magnús sótti um styrk til Alþingis árið 1909 „til að halda áfram að taka
myndir af fögrum og einkennilegum stöðum á íslandi."4’ í umsókninni
eru sett fram ýmis rök fyrir þörfinni á að slíkar myndir séu teknar. Hann
telur slíkar myndir geta glætt föðurlandsást íslendinga, aukið þekkingu
útlendinga á landinu og þar með ferðamannastraum og vakið heimþrá og
ættjarðarást meðal íslendinga vestanhafs. Hann útskýrir áætlun sína þann-
ig í umsókninni: „Fyrirætlan mín er að koma öllu Islandi í rúmsjármyndir
(stereóskópmyndir) og hefi ég nú unnið að þessu í undanfarin 6 ár, að öllu
leiti á eigin kostnað, í þeirri von að fyrirtækið svaraði um síð kostnaði. En
reynslan hefur áþreifanlega sannfært mig um það, að ýtarleg framkvæmd
þessarar fyrirætlunar verður mér ofvaxin í efnalegu tilliti, ... Að endingu
leyfi jeg mer að leggja hérmeð nokkur eintök af lista yfir myndir þær er eg
á framangreindu tímabili hefi tekið. Myndir þessar hefi ég útbreitt her á
landi, í Americu og annarsstaðar erlendis, eins rækilega og ástæður hafa
leyft, sem rúmsjár myndir. Auk þess sýnt þær sem „laterna magica" (c :
skuggamyndir) her í Reykjavik og víðar"4' Magnús óskaði eftir 1000 króna
styrkveitingu, en fékk synjun. Listinn yfir myndirnar, sem hann nefnir í
umsókn sinni, hefur því miður ekki varðveist þar sem hann lá frammi á
lestrarsal Alþingis til kynningar. Tvennt vekur sérstaka athygli í þessu
bréfi Magnúsar. Annars vegar tímasetning á stereóskópmyndatökum
hans frá 1903, sem stangast á við aðrar upplýsingar, sem vitnað er til hér
að framan. Skýringin á þessu kann að vera sú að hann eigi við að frá 1903
hafi hann unnið markvisst að þessu verkefni og hafið ferðalög gagngert til
að mynda í öðrum landshlutum. Hins vegar frásögnin af því að hann nýti
stereóskópmyndirnar jafnframt til skuggamyndasýninga, en Magnús
stundaði skuggamyndasýningar mikið á þessu árabili.
Ein saga er skráð af hugkvæmni Magnúsar við stereóskópmyndatökur.
Hún er svona: „Einu sinni, þegar hann fór í hringferð í gamla daga með
»Laura« gömlu og var kominn til Akureyrar, langaði hann mikið til
þess að laka þar "stereoskop" -mynd af húsbruna, sem þá varð þar. En