Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 85
KVÖLDMÁLTÍÐ AÐ STÓRA-ÁSI 89 sínum. Nefndin útbjó spurningalista eða umburðarbréf sem munu hafa verið send um allar lendur Danakonungs. Af ýmsum orsökum sem ekki verða nánar raktar hér stóð lengi á svörum frá Islandi. Það var ekki fyrr en 1816 að Finnur Magnússon fornfræðingur og leyndarskjalavörður í Kaup- mannahöfn tók sæti í nefndinni að hjólin fóru að snúast. Rúmum áratug eftir að nefndin tók til starfa mátti sjá árangurinn í svarbréfum frá íslensk- um prestum. Prestaskýrslurnar, sem eru hátt á annað hundrað, eru flestar frá árunum 1817-1823. Finnur hafði áður ritað einskonar skýrslu um mik- ilsverðar fornminjar á Islandi eftir að hann ferðaðist um Island sumarið 1816, „Udsigt over mærkelige Oldsager i Island."3 Skýrsluna virðist hann hafa samið fyrir fornleifanefndina, með friðun fornminja í huga, enda friðaði nefndin 10 íslenskar fornleifar strax vorið 1817.4 Telja ber þá ákvörðun tímamót í íslenskri menningarsögu. Næstu áfangar teljast svo árið 1863, þegar Forngripasafnið er stofnað á íslandi, þá stofnun Fornleifa- félagsins 1879 og svo árið 1907, þegar loks eru sett lög um verndun forn- minja á tímum heimastjórnarinnar. Þá voru fleiri minjar friðaðar, sett lög um skrásetningu forngripa, þar á meðal kirkjumuna og útflutningur á þeim bannaður. Greinargerð fomleifanefndarinnar á fyrri hluta 19. aldar var meðal ann- ars lögð til grundvallar við öflun safngripa frá íslandi fyrir hið nýstofnaða forngripasafn í Kaupmannahöfn. Mun biskup hafa haft milligöngu um flutninga á gripunum til Kaupmannahafnar, og voru þeir ýmist gefnir eða seldir fornleifanefndinni. Skýrslurnar voru síðan varðveittar í Kaupmanna- höfn og voru í heild lítt þekktar, þó einstaka fræðimenn munu hafa notað þær í ritum sínum. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður fékk þær lánaðar til íslands árið 19275 og höfðu íslenskir fræðimenn þá not af þeim, einkum á sviði þjóðsagnarannsókna. Skýrslurnar voru ljósmyndaðar áður en þeim var skilað aftur og mun Kristján Eldjárn hafa notað þær við fornleifarann- sóknir sínar. Loks voru skýrslurnar gefnar út af Stofnun Árna Magnús- sonar á Islandi árið 1983 með ítarlegum formála og skýringum Svein- björns Rafnssonar og Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Þær eiga vísast eftir að gagnast fræðimönnum á mörgum sviðum íslenskrar menningarsögu. b) Söfnun og skráning Matthíasar ÞórÖarsonar Matthías Þórðarson kom til starfa við forngripasafnið 1907 á miklum umbrotatímum í sögu safnsins og fornminjavörslunnar. Hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns Jakobssonar, en síðan settur til þess að hafa umsjón með safninu í ársbyrjun 1908, þegar Jón varð landsbókavörð- ur. Fyrsta júlí sama ár var hann skipaður fornminjavörður samkvæmt nýj- um lögum um friðun og varðveislu fornminja í landinu og jafnframt for-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.