Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 99
DOKTORSVÖRN ÁRNA BJÖRNSSONAR
SAGA DAGANNA
Árni Björnsson lagði fram rit sitt Sögu daganna til doktorsvarnar við heim-
spekideild Háskóla Islands ogfór vörnin fram í hátíðasal Háskólans hinn 7. janúar
1995.
Andmælendur voru Hjalti Hugason og Nanna Hermansson.
í upphafi kynnti doktorsefni verk sitt og tildrög þess. Undir lok inngangs komst
doktorsefni meðal annars svo að orði:
Ég hafði smám saman komist á þá skoðun, að uppruna ýmissa hátíða-
siða væri ekki einungis að leita í trúarlegu atferli, kristni, heiðni eða hjá-
trú, heldur ekki síður í margvíslegum veraldlegum þáttum, sem ýmist
tengdust skemmtanaþörf eða öðrum lífsnauðsynjum, þótt þeim væri seinna
eða jafnframt gefið trúarlegt inntak. Fyrsta uppljómunin af þessum toga
var líklega að komast að raun um að jólin voru í upphafi veraldleg hátíð,
jafnt suður við Miðjarðarhaf sem norður á Finnmörk. En ég þóttist lengi
vel ekki finna marga félagsbræður í þessum anda, og fór hálfvegis að
verða með böggum hildar yfir því að ég stæði kannski næstum einn uppi í
heiminum með þessi óguðlegu viðhorf.
Sumarið 1980 fékk ég styrk frá DAAD og sat í 3 mánuði í þjóðfræði-
deildinni í Kiel og fór í gegnum bækur og ritgerðir um hátíðasiði frá flestum
löndum Evrópu. Niðurstaðan af þeim lestri þótti mér einkar uppörvandi.
Þar komst ég í kynni við bæði fræðirit og fræðimenn af svonefndum
Múnchenarskóla í þjóðháttafræði, sem reyndust vera á mjög svipaðri línu
varðandi uppruna hátíðasiða og ég hafði komið mér upp af eigin ramm-
leik.
í sem stystu máli má segja að þessir fræðimenn hafi lagt sig fram um að
rannsaka skjallegar heimildir til að nálgast orsök og uppruna þjóðsiða, í
stað þess að láta hugarflugið leita að einhverri yfirskilvitlegri frummerk-
ingu, svo sem með því að túlka alla hringa og öll tré í skemmtunum al-
þýðu sem sólartákn og reðurtákn. Kenningar um uppruna páskaeggsins
eru nokkuð dæmigerðar fyrir þessi mismunandi viðhorf.