Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 115
SAGA DAGANNA 119 hluta til á nýjum frumrannsóknum höfundar, að hluta til á eldri, misjafn- lega traustum rannsóknum annarra og loks á almennum handbókarfróð- leik. Þó ljóst sé, að rit Arna Björnssonar hvíli að miklu leyti á frumrann- sóknum hans sjálfs, byggir hann þó, eins og þegar hefur verið tekið fram, að hluta á afleiddum rannsóknum. A þetta ekki síst við um ýmsa þætti, er lúta að kirkjulegum siðum. Rit Arna Björnssonar hefði að öllum líkindum orðið heilsteyptara og traustara, ef hann hefði þrengt viðfangsefni þess og einskorðað það sem mest við þá þætti, sem best nýtast með tilliti til þeirrar rannsóknaráherslu, sem hann setti fram í upphafi ritsins. Almennt má segja, að höfundi takist oft prýðilega að rekja uppkomu nýrra tilhaldssiða og þróun eldri siða í takt við breytta samfélagshætti allt til nútímans. Veldur þetta því, að ekki er aðeins um sögulega greiningu að ræða, heldur einnig framlag til menningar- og félagssögu samtímans. Hér sýnir hann þó ekki alltaf sömu vandvirkni. Til dæmis má benda á, að í ís- lensku þjóðkirkjunni hefur á síðustu áratugum þróast sérstakt helgihald á allrasálnamessu og einnig hefur á stöku stað verið tekið að minnast allra- heilagramessu. Á þetta minnist höfundur ekki. Þá má benda á, að á síð- ustu árum hefur Jónsmessuhald tekið nokkrum breytingum og farið stór- um í vöxt hjá fjölda fólks, án efa að nokkru vegna áhrifa frá svokallaðri ný-aldarhreyfingu. Loks má geta þess að einnig hefur nokkuð borið á því, að verslunareigendur hafi beitt sér fyrir því, að Valentínusarmessa eða dagur elskenda sé hafður í heiðri hér á landi. Þó þar sé um forna dýrlinga- hátíð að ræða, verður ekki vart nokkurrar trúarlegrar tengingar nú á dög- um, heldur ráða þar eingöngu ferðinni hvatir markaðs- og neyslusam- félags. Á þetta hefði þó mátt minnast, enda samræmist þetta dæmi vel rannsóknaráherslum höfundar. Hinn trúarsögulegi þáttur Ljóst er, að stór hluti af tilhaldsdögum ársins er eða hefur upphaflega verið trúarlegar hátíðir. Heildstæð og altæk saga daganna í líkingu við þá, er Árni Björnsson hefur tekið sér fyrir hendur að skrá, verður því aldrei rituð án umfangsmikillar umfjöllunar um guðfræðileg, trúarbragðafræði- leg og kirkjusöguleg mál. Að mínu mati felst einn helsti ágalli þess mikla ritverks, sem hér er til umfjöllunar, í þeim hluta þess, sem fjallar um þessa daga og sem ég vil kalla hinn trúarsögulega hluta. Á ég þar við umfjöllun um trúarlegt tilefni hátíða eða tilhaldstímabila, trúarlegt hlutverk þeirra, trúarbragðafræðilegar skýringar á upphafi eða inntaki siða og venja, sem þeim tengjast, sem og kirkjusögulegt efni, sem notað er til skýringar í ein- hverju ofantalinna efna. f þessum hluta ritsins einkennast efnistök höf- undar og jafnvel orðalag tíðum af afstöðu, sem mér virðist stappa nærri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.