Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Side 138
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sjálfs sín. Dýrinu sem sækir upp-og-fram og byggir félagsheimili sitt, hlið- skjálf menningar sem hugmynd og veruleika leystan frá og svífandi ofar sora náttúrunnar en neðar sjálfum himninum, þar sem enginn sori finnst, má vissulega ekki takast að komast „alla leið" því að þá rofnaði það úr sambandi við næringargjafa sinn og missti sjálfrar lífsgreddunnar og þar með allrar sköpunargetu hugarins. Yrði þá lífið ef til vill ívið líkt og í þeim góða stað Paradísó sem er öllum fjöllum öfri og nálægur himni og hefir ekki það í sér er gagnstaðlegt er heilsu manna. ... þar hröma aldrigi blómar; ... þar eru ávallt blíð veður í lofti og góður ilmur fyrir nösum, þvíað svo sem reykelsis ilmur tekur á braut illan daun, svo taka nasar þeirra er þar eru ilm eilífrar dýrðar, þann er maður eld- ist eigi né mæðist né sýkist. ... þær krásir er þar eru verða svo hverjum þokkaðar sem hugur hans beiðir. Þar gerist eigi saur í kviði manns af áti né af drykk.5 En þetta má eigi verða, ekki hér í tímanum, að andinn sleppi laus úr tengsli sínu við efnið. Eilífðin er annað mál. Er þó hollt að líta á þetta til að sjá, að stefnan er upp þangað, maðurinn æ að reyna að rísa úr duftinu, jörðinni, saurnum. Þetta heitir mörgum nöfnum. Allt hold er t. d. hey, sem alkunnugt er, og dánu er mannlegu holdi tilkynnt hátíðlega, að nú skuli það verða aftur að jörðu. Með töfri þeim sem formæling heitir er reynt að færa hinn lastaða aftar og neðar á „fjörs línu"', eins og sagt var. Sambærilega leið liggur melting- arvegurinn gegnum líkamann og endar í endaþarmsopinu, sem er saur- loki að hlutverki. Nauðsynlegt er að minna á, að hver einstaklingur hlýtur að ganga sömu þroskagötu og menningarsamfélagið allt, og að fyrsta al- varlega þroskaspor hvers barns er að læra að láta vallgang sinn lúta vilja sínum og hlíta reglum samfélagsins um hvar og hvernig og hvenær. Þessi stjórn er þannig það fyrsta og ef til vill það mikilvægasta sem skilur að háttsemi manna og dýra framan af ævi. Saur er hluti villináttúrunnar inni í okkur sjálfum, okkur er hin bráðasta nauðsyn að losna við hann, og þeirri lausn fylgir feginleikur. Alkunna er, að í frumbernsku er endaþarmurinn helzta munaðarstöð líkamans um skeið - og börn bera sér saur í munn, o.s.frv. Þroskastig þetta getur snúið aftur síðar á ævinni. Ætla verður að alkunn formæling: „Éttu skít", sem æ leiðir til svarsins: „Éttu hann sjálfur", standi í einhverju sam- bandi við þetta, en mikilvægara er í þessu sambandi hér, að þetta eru sví- virðingar sem ýta eiga þeim sem fyrir verður aftur og niður fyrir mörk hins siðaða mannfélags. Hann er ekki hæfur meðal manna, ætti fremur að verða útlægur í veraldir dýra eða vætta, færast sem sé alveg aftur og niður af tvístefnuskeftinu eða fjörslínunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.