Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
möguleikana á að greina fomleifar úr lofti. Þó munu Þjóðverjar hafa orðið
fyrstir til að gefa flugmönnum fyrirmæli um að ljósmynda slíkt, þegar
Theodor Wiegand stjórnaði loftmyndatökum af fornum rústum í eyðimörk-
um Miðausturlanda. Helsti brautryðjandinn á þessu sviði var þó Englend-
ingurinn O.G.S. Crawford, sem hafði þegar fyrir stríð hugsað sér að maður
þyrfti að vera fugl til að geta fundið fornleifar. A styrjaldarárunum starfaði
hann með breska flughernum í Frakklandi og Belgíu, og sannfærðist þá enn
betur um gildi fomleifaleitar úr lofti. Um það leyti voru flugmenn famir að
veita því athygli, að víða á ökrum og engjum voru undarleg mynstur, sem
erfitt var að greina á jörðu niðri. Herinn fékk þá meiri áhuga á þessum ein-
um, og gaf flugmönnum fyrirmæli um að skyggnast eftir fornleifum til
myndatöku. Tímamót urðu árið 1922, þegar Crawford fékk leyfi til að hag-
nýta sér loftmyndasafn hersins við leit að fornminjum í suðurhluta Eng-
lands. Skömmu síðar tók hann upp samstarf við Alexander Keiller, sem var
flugmaður og áhugamaður um fornleifafræði, og leituðu þeir næstu árin
1. mynd. Horft yfir hluta af Framnesinu úr vestri, Nesstofa ofarlega fyrir miðju, Bakka-
tjörn og framræsluskurðir neðst til hægri. Beina línan til vinstri er landamerkjagirðing;
hægra megin við hana er Vesturtúnið frá Nesi I, þar sem flestir hringarnir eru, en vinstra
megin svokallaður Langhali (tún) frá Nesi II, vel sléttaður. Neðarlega til vinstri eru tveir
samvaxnir hringir efst á Litlabæjartúni, og nokkru ofar gæti verið jaðar hrings sem hefur
náð inn á Langhaíann, en verið jafnaður þar út. Efst á Langhalanum er hóll, þar sem hjá-
leigan Móakot er talin hafa verið. Ljósm.: Tryggvi Þorgeirsson.