Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 183
RITDÓMUR
187
landfræðilega skýringu, þ.e. að fundaraðstæður séu svipaðar af því að
landslag er svipað! Þá telur hann, að þar sem engar grafir hafa fundist hafi
þær einfaldlega verið öðruvísi og að menn hafi enn ekki borið kennsl á
þær! Fólkið sem settist að á þessum svæðum, t.d. á Vesturlandi þar sem
fáar grafir hafa fundist, hafi því komið frá einhverjum öðrum landsvæð-
um en fólkið á Austur- og Norðurlandi. Grafirnar á Suðurlandi, sem er
landfræðilega öðruvísi en Norður- og Austurland, séu hins vegar það
eyddar af uppblæstri að ekki sé unnt að bera gerð þeirra saman við hinar!
Vandinn við þetta yfirlit er að höfundur hefur ekki tekið sér fyrir hend-
ur að rannsaka að nýju heiðnar grafir á Islandi og hefur því ekkert nýtt
fram að færa um þær. Reyndar segir hann í upphafi kaflans að ekki sé
hægt að kanna heiðnar grafir frekar en gert hefur verið vegna þess hvern-
ig þær voru rannsakaðar eða ekki rannsakaðar á sínum tíma (bls. 41).
Þetta þykir mér nú heldur mikil uppgjöf og trúi ekki öðru en að einhver
árangur hefði orðið af rannsókn á uppgraftargögnum eða frekari vett-
vangsvinnu.
Dreifing heiðinna grafa á Islandi hefur aldrei verið skipulega könnuð.
Þær sem þekktar eru hafa fundist fyrir tilviljun, við framkvæmdir ýmsar
og vegna uppblásturs. Ekki er enn til önnur skýring á þessari misjöfnu
dreifingu grafanna um landið en tilviljanakenndir fundir. Hvað fæð þekktra
heiðinna grafa á Reykjavíkursvæðinu viðkemur þá má minna á að þó að
þar sé þéttbýlt núna, þá voru þar ekki margir bæir á landnámsöld. Vafa-
laust hefur líka eitthvað farið forgörðum í þeim miklu framkvæmdum
sem átt hafa sér stað á svæðinu um langt skeið, framkvæmdum sem hóf-
ust löngu áður en áhugi á fornminjum og varðveislu þeirra varð almenn-
ur.
í 3. kafla er gerð grein fyrir rannsókninni á Granastöðum, en sú greinar-
gerð lilýtur að teljast þungamiðja bókarinnar. Ekki getur Bjarni stillt sig
um að nota ritheimildir í kynningu sinni á bæjarstæðinu og þaðan kemur
reyndar Granastaðanafnið sem hann notar ótrauður. Hann er kominn á
kaf í þessar heimildir þegar hann áttar sig skyndilega og man að hann trú-
ir ekkert á þær (bls. 70). Enn heldur hann þó áfram með ritheimildirnar og
nefnir (bls. 72) þau munnmæli að Granastaðir hafi farið í eyði í því sem
hann nefnir svarta dauða árið 1402. Pest sú sem herjaði á íslandi á árunum
1402-4 er hins vegar nefnd plágan mikla í samtímaheimildum en svarti
dauði í seinni tíma heimildum, og ekki er talið að um sömu pest sé að
ræða og gekk undir nafninu svarti dauði á meginlandi Evrópu um miðja
14. öld.
Bjarni birtir hér ekki fullbúna uppgraftarskýrslu um rannsóknina á
Granastöðum, heldur samantekt. Ber umfjöllunin þess merki að því leyti