Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 187
RITDÓMUR
191
explain the distribution. On the contrary, it should be asked; which factors
must be present in order to reveal graves in regions which have none?' og
á bls. 136 'It is important for dwellings to communicate the meanings,
both external and internal, which the inhabitants are looking for'. Þetta
verður að skrifast að mestu leyti á höfund, þó að orðanotkun þýðandans
sé einnig stundum klaufaleg. Á bls. 57 er t.d. sagt að grafir sé aldrei að
finna inni í garði (garden), en á líklega að vera innan túngarðs (embank-
ment). Orðalagið 'few artifacts can be typed' á bls. 96 er klúðurslegt, heit-
ið 'economic building' (bls. 74) er ekki notað á ensku fyrir útihús, og ekki
veit ég hvað 'fixed artefact' (bls. 61) þýðir. Sögnin 'exhibit' þýðir að sýna á
sýningu, og á áreiðanlega ekki við á bls. 95. Og heitið 'pike spur' á bls. 97
hlýtur að eiga að vera 'prick spur' (broddur á spora).
Skaði er að engar ljósmyndir eru í bókinni og teikningar af fundurn eru
afleitar. Brot bókarinnar er of smátt fyrir uppgraftargögn; áður hefur verið
bent á hversu smá og ólæsileg þversnið eru, en þar er áreiðanlega um að
kenna broti bókarinnar. Ófært er að þýða heiti bókarinnar 'Forntida gár-
dar i Island' yfir á ensku sem 'Viking Age homesteads in Iceland' eins og
gert er á bls. 54 og fáránlegt að kalla fólk Magnús S. og Lasse J. eins og
gert er í formála. Og ekki skil ég hvaða tilgangi mynd 1 á að þjóna.
Vera má að þessi bók geti vakið lesanda til umhugsunar um allt sem
enn er ógert í íslenskri fornleifafræði. Helst er fengur að henni vegna þess
að í henni eru birt uppgraftargögn úr Granastaðarannsókn. Framsetning
þeirra er þó ófullnægjandi, eins og fyrr segir og verður því að bíða eftir
endanlegri skýrslu um þá rannsókn. Túlkun höfundar á uppgraftargögn-
unum og öðru í íslenskri fornleifafræði til að styðja kenningu hans um
uppruna Granastaðabúa í Norður-Noregi, byggir hins vegar ekki á nægi-
legum rannsóknum til að vera trúverðug.