Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 191

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 191
ÁRSSKÝRSLA 1994 195 Safnið gaf út í samvinnu við Hið íslenzka bókmenntafélag bókina „Gersemar og þarfa- þing", sem í eru 130 stuttir kaflar um einstaka safngripi, einn frá hverju ári, sem safnið hefur starfað. Arni Björnsson var ritstjóri bókarinnar, textann skrifuðu starfsmenn safnsins, núver- andi og fyrrverandi og fáeinir nánir samstarfsmenn þess aðrir, allt eftir sérþekkingu hvers og eins. Byggir bókin einkum á afmælissýningunni „Nútíð við fortíð", sem opnuð var á efri hæð safnhússins 1993 og var opin þar til loka varð safninu vegna viðgerðanna, sem áður sagði. Hafin var gerð upplýsingskilta fyrir ferðamenn, sem setja á niður á 50 minjastöðum á landinu. Hafði samgönguráðuneytið forgöngu um það mál, verksmiðjan Vífilfell kostar gerð skiltanna og Vegagerðin annast staðsetningu, en hjóðminjasafnið sér um gerð texta, hönnun og þýðingar. Af ráðuneytisins hálfu vann Davíð Stefánsson að málinu, en Björn G. Björnsson hönnuður annaðist hönnun skiltanna. Fyrsta skiltið var sett niður á Möðruvöllum í Hörgár- dal 29. júlí. Mikil umræða varð um silfursjóðinn frá Miðhúsum sem fannst 1980, en látin hafði verið í ljósi efasemd um hvort hann væri allur svo gamall sem talið hefði verið. Ákvað fyrrverandi þjóðminjaráð að fá færan brezkan sérfræðing, dr. James Graham-Campbell prófessor frá London og láta hann rannsaka sjóðinn. Skrifaði hann skýrslu um athuganir sínar og lét í ljósi ákveðnar efasemdir um sumt silfrið í sjóðnum. Olli mál þetta talsverðu fjaðrafoki einkum í fjölmiðlum, en hið nýja Þjóðminjaráð ákvað síðan, eins og dr. Graham-Campbell hafði lagt til, að láta rannsaka sjóðinn frekar og þá við Þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn, sem féllst á að taka hann til rannsóknar. Fól ráðið þeim Lilju Árnadóttur safnstjóra og dr. Helga Þorláks- syni að hafa umsjón með rannsókninni. Fór Lilja með sjóðinn til Kaupmannahafnar 2. desem- ber, en ekki var von á niðurstöðu fyrr en á árinu 1995. Mjólkursamsalan sýndi Þjóðminjasafni þá velvild, að bjóðast til að láta prenta á mjólkur- fernur myndir af íslenzkum þjóðminjum, fornleifum og safngripum, og komu þær á markað 8. júní. Voru alls 24 myndir og birtust á fernunum fram eftir hausti, en ekki allar samtímis. Vakti þessi smekklega auglýsing verðskuldaða athygli. Kristín Huld Sigurðardóttir sá um að velja myndir á fernurnar. Sífellt er unnið að því að bæta skrár safnsins og auka eftirlit þess með kirkjugripum og sér Þóra Kristjánsdóttir safnvörður um það. 1. júlí var haldinn þjóðminjadagur, sem tekið hefur verið upp að halda skuli fyrsta eða annan sunnudag í júlí. Vegna þess að Þjóðminjasafnið var lokað voru ekki aðstæður til að kynna það, en mörg byggðasöfnin tóku vel við sér og höfðu ýmiss konar kynningu á starfi sínu, kynntu gömul vinnubrögð og starfshætti. Félag ísl. safnmanna hafði árlegan farskóla sinn á Seyðisfirði 8.-11. september og var þátt- taka safnmanna mjög góð og fóru þangað margir starfsmenn Þjóðminjasafnsins. Voru haldin erindi og skipzt á skoðunum og safnamál rædd almennt og einstök atriði. Farnar voru skoð- unarferðir, gamla byggðin og menningarminjar á Seyðisfirði skoðaðar, söfnin á Eskifirði og Neskaupstað, farið var um Fljótsdalshérað og skoðað hið nýja safnhús á Egilsstöðum, sem er nánast fullbúið, eða sá áfangi, sem fyrst verður byggður. Kemur æ betur í ljós, hve mikilvæg- ir slíkir fundir sem farskólafundirnir eru safnmönnum, enda hafa þeir ekki tækifæri til að hittast í hópi að jafnaði, þar sem þeir eru flestir einir og bundnir störfum sínum við söfnin. Þess má geta hér að Margrét Danadrottning og Sonja Noregsdrottning óskuðu sérstaklega eftir að fá að koma í Þjóðminjasafnið áður en þær færu heim eftir að hafa tekið þátt í lýðveldis- hátíðahöldunum. Komu þær að morgni 18. júní og stöldruðu alllengi við enda eiga þær áhugasvið þar sem menningarminjar eru. Ritaskrá starfsmmma safnsins: Ágúst Ólafur Georgsson: „Hákarlasókn af Ströndum"; „Sjóminjar"; „Þorskkvarnir", Gersmmr og þarfaþing, Reykjavík 1994.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.