Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. Teigur 1, Rangárvallasýslu, Þjms. 9374, stuðlaberg, 1. 115 cm, br. 23 cm,
þ. 23 cm, rh. 7,5-10 cm:
hier : huiler : uigfus l magnus : son : i : gu-...
Hér hvílir Vigfús Magnússon í Guði.
Steinninn lá í kirkjugarðinum á Teigi þar til hann var fluttur á Þjóð-
minjasafn laust eftir aldamótin 1900. Sennilega var hann lagður yfirVig-
fús Magnússon, sem bjó á Höfðabrekku í Mýrdal og lést 1677.32
8. Teigur 2, Rangárvallasýslu, Þjms. 9377, legsteinsbrot, br. 16,4 cm, þ. 4,5,
cm, rh. 12 cm. A brotinu er ein h-rún. Kom á Þjóðminjasafn urn leið og
(7) Teigur 1,33
9. Eyvindarmúli 1, Rangárvallasýslu, Þjms. 10445, stuðlaberg, 1. 62,5 cm,
br. 9,5 cm, þ. 19-21 cm, rh. 8-9,5 cm:
-ierhuelerbiarni : eireKs : son
Hér hvílir Bjartti Eiríksson.
Steinninn var lengi í bæjarkampi að Eyvindarmúla og kom á Þjóðminja-
safn um 1930. Gæti verið yfir Bjarna Eiríksson, sem var uppi á fýrri hluta
17. aldar.Tímasetning í IR: 1500-1600. 34
10. Eyvindarmúli 2, Rangárvallasýslu, Þjms. 10446, stuðlaberg, 1. 61 cm, br.
13 cm, þ. 16 cm, rh. 9-13 cm:
hner: hukme- --hkamm-kkn-
Steinninn var ásamt Eyvindarmúla 1 (9) í hleðslu í bæjarkampi þar til
hann var fluttur á Þjóðminjasafn um 1930. Sennilega er um dulrúnir að
ræða, e.t.v. mætti ráða upphafið: Hér hvílir...35
11. Paradísarhellir (milli Seljalands og Fitjar), Rangárvallasýslu. Rúnaristur
á hellisgólfmu. Flestar eru á tveimur brotum af gólfliellunni innst í norð-
vesturhluta hellisins, sem mynda gólf á litlum skúta innaf hellishvelfing-
unni. Bæksted birti í IR aðeins 14 ristur með samanlagt 16 nöfnum, þótt
honum hafi verið kunnugt um teikningu séra Steingríms Jónssonar í
Odda (síðar biskups) af ristunum bæði á brotunum og á víð og dreif um
gólfhelluna. Alls telur Steingrímur upp 19 ristur, samanlagt 20 nöfn, en
margar virðast hafa verið torlesnar. Því miður er gestabók hellisins
geymd á efsta brotinu, hornin á kassanum utanurn bókina hafa skafið
margar ristur og gert þær illlæsilegar. Risturnar á gólfhellunni innan við
hellisopið eru að mást út af traðki og krotað hefur verið ofaní margar
þeirra. Þær eru því tæplega læsilegar lengur.