Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 202
206
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
áður látið gera greinargerð um laugina þar sem m.a. voru teknar saman
heimildir um hana.2
I þessari grein verður greint frá niðurstöðum þessara athugana, laug-
inni lýst, sagt frá heimildum um hana og gerð grein fyrir uppgreftinum.
Vígðalaug og umhverfi hennar
Vígðalaug er 1,72 m frá austri til vesturs og 1,85 m frá norðri til suðurs.
Hún er nær því að vera ferningslaga en kringlótt, en hornin eru ntjög
ávöl og breið. Mesta dýpt hennar miðað við hæstu brún austanmegin er
0,76 nr, en vatnshæð er innan við 0,5 m.Vatnsrás opnast í laugina austar-
lega á norðurhlið en affall er austarlega á suðurhlið. Hleðslan í barmi
laugarinnar er mishá, 2-3 umför af misstóru grjóti. Hæst er hleðslan aust-
anmegin og þar er svörður ofan á hleðslunum, en lægst er hún vestan-
og norðanmegin. Að vestan er um 1,5 m breið dæld niður að laugar-
barminum en annars er landið umhverfis laugina nokkuð jafnhátt. Botn
laugarinnar er allur grjótlagður og svotil sléttur. Grjótið í hleðslunum er
ávalir hnullungar senr munu komnir úr fjallinu ofan við Laugarvatn. All-
stórir hnullungar (50-90 sm) eru í neðsta lagi hleðslunnar en efri umför
eru úr minni steinum (30-60 sm) og hafa sumir þeirra sigið til, einkum í
austurhlið þar sem hleðslan er hæst og þar sem vatnsrásin opnast út í
laugina en þar eru steinarnir greinilega lausir.
Vígðalaug er byggð á volgri uppsprettu en rennsli í henni er lítið og
kernur mest af vatninu í laugina úr læk sem kemur upp nokkrum rnetr-
um norðar, undir malarvegi sem nú er.Vatnshitinn í þessari uppsprettu er
breytilegur, nrest um 90° en oft á bilinu 70°-80°. Lækur þessi rann áður
beint í gegnum laugina um rás sem greinilega er manngerð. A fjórða ára-
tug 20. aldar var grafin önnur rás austan við laugina þannig að hægt er
stýra rennslinu með því að setja steina í rásina sem liggur að lauginni.
Litlum steinum hefur verið raðað í brúnir beggja rásanna en ekkert grjót
er í botni þeirra.
Laugin er hlaðin á hörðurn jökulleir um 20 m frá vatnsborði Laugar-
vatns. Botn laugarinnar er um 10 sm hærri en vatnsborðið. A fyrri hluta
20. aldar var svæðið kringum laugina gróðurlaust með öllu en það var
grætt upp á fjórða áratugnunr og þá var hlaðinn lágur torfgarður á þrjá
vegu umhverfis laugina og Líkasteina sem eru á grasflötinni 4-10 m aust-
an við Vígðulaug. Umhverfis garðinn var frarn til ársins 2000 athafna-
svæði í kringum gróðurhús sem stóðu vestan og norðan við, en þau eru
nú horfin.