Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 167
ÞOR MAGNUSSON
HOF í MIÐFIRÐI
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi lýsir staðháttum á „Hofmu“ svo-
nefnda í Miðfirði í grein sinni „Rannsókn sögustaða í vesturhluta Húna-
vatnssýslu sumarið 1894“, sem birtist í Arbók Hins íslenska fornleifafélags
1895. Fyrst nefnir hann Melstað og hæðarbrúnina sem bærinn stendur á
og nær út fyrir ofan Melsnesið og skrifar síðan:
„Svo sem stekkjarvegi fýrir utan Melstað er græn rúst á þessari
brún. Þar heitir „Hofið“. Rústin er samt ekki hoftóft, heldur bæj-
arrúst og hún ekki fornleg. Sagt er að sá bær hafi heitið Hof, og
hefir án efa verið hjáleiga frá Melstað. Fornar girðingar eru þar
fýrir ofan. Merkilegust er kringlótt girðing, tæpum 100 föðmum
ofar en bæjarrústin; sú girðing er 20 faðmar í þvermál. Innan í
henni er upphækkun, sem líkist tóftar leifum; hún er aflöng, en
mest niður sokkin um miðjuna. Oðrum megin við hana er lítil
tóft út við hringinn, eftir einhvern smákofa frá seinni öldum.Varla
er hægt að hugsa sjer, til hvers þessi kringlótta girðing hafi verið
ætluð, nema ef hofið hefir staðið í henni; annað hvort hefir það
hlotið að vera þar, ellegar bærinn hefir verið settur ofan á hof-
tóftina. Ekki er til neins að grafa í þessar rústir. Grjót er þar ekkert,
sem til bygginga verði notað. Fyrir ofan rústirnar er halllend mýri,
en fýrir ofan hana móaholt. A því austan til er steinn, sem kallaður
er blótsteinn. Hann er að norðanverðu nál. 3 álnir á hvern veg, en svo
er hann uppdreginn tveinr megin og hryggmyndaður ofan. A hæð
er hann nál. 2 1/2 alin.Vegalengd þangað frá „Hofinu“ mun vera á
4. hundrað faðma. Hvort lögun steinsins hefir gefið tilefni til þeirrar
sagnar, að hann ltafi verið blótsteinn, eða svo hefir verið í raun og
veru, skal jeg láta ósagt. Eigi er ólíklegt, að þeir Miðfjarðarskeggi og
Ogmundur, faðir Kormaks, hafi reist hofið í sameiningu, og hafi það
síðan orðið höfuðhof vestasta goðorðsins í Húnavatnsþingi."1